Innlent

Sex vilja fyrrum em­bætti Úlfars

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar

Sex sóttu um embætti löreglustjórans á Suðurnesjum. Embættið var auglýst laust til umsóknar eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði upp störfum.

Það fellur í hendur Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að skipa í stöðuna þann 1. desember. Úlfar lét af störfum í maí eftir að Þorbjörg sagði honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og samningur hans ekki endurnýjaður. Er honum var tjáð þetta baðst hann lausnar á staðnum.

Sjá nánar: Úlfar hættir sem lögreglustjóri

Eftirfarandi sóttu um stöðuna samkvæmt Suðurnes.net:

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum

Ásmundur Jónsson, saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Birgir Jónasson, settur forstjóri fangelsismálastofnunar

Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdardeildar hjá Ríkislögreglustjóra

Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum

Sverrir Sigurjónsson, lögmaður hjá LAND Lögmenn og Domusnova fasteignasölu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×