Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar 17. október 2025 08:00 Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina. Menntun er fjárfesting til framtíðar, ekki útgjöld. Hún er grundvöllur velferðar og forsenda þess að hvert barn fái tækifæri til að vaxa og dafna. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu fjárfestum við í framtíðinni. Þessi fjárfesting snýst um börnin sjálf og þau sem vinna með þeim. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök, heldur grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Fagmenntaðir kennarar eru hornsteinn skólans. Það er með því að virða og styðja þennan faglega kjarna sem við tryggjum gæði og öryggi í menntun. Það skilar sér margfalt til baka. Við verðum að sameinast um það sem skiptir mestu máli. Að skapa samfélag þar sem hver og einn nær að njóta sín. Þegar við virðum og berum traust til kennarastéttarinnar og tryggjum henni gott starfsumhverfi, náum við meiri árangri. Kennarar eru fagfólk sem vinnur út frá rannsóknum, fræðum og reynslu. Útfærsla og uppbygging kennslunnar byggir ávallt á aðalnámskrá grunnskóla. Til að menntun geti orðið að þeirri fjárfestingu sem ber mestan árangur, verður leiðin til árangurs að byggja á samtali og samstarfi. Virk þátttaka allra lykilaðila í umræðum um skólastarf skiptir höfuðmáli til að móta sameiginlega framtíðarsýn. Slík framtíðarsýn kallar á algjöra endurskoðun á því hvernig við metum námsárangur nemenda. Við skyldum ekki meta þau út frá fortíðinni. Ný tækni, gervigreind, og síbreytilegur vinnumarkaður krefjast þess að menntun fari úr því að miðla staðreyndum yfir í að rækta hæfni til að takast á við óþekkt vandamál framtíðarinnar. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sveigjanlega, nýsköpunardrifna þjóð. Við vitum að framtíðin krefst siðferðilegrar dómgreindar, samkenndar, sköpunargáfu og gagnrýnnar hugsunar. Alls þess sem ekki er mælt á stöðluðum prófum. Þess vegna er hlutverk kennara og þeirra sem starfa að menntamálum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar nemenda fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum verður ekki aðeins vel menntað heldur réttlátt, skapandi og mannlegt. Þegar við festumst í hefðbundnum tölum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Við þrengjum sýn barnsins á eigið gildi og látum námið snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni. Við verðum að hlúa að forvitni og sköpun í námi. Þegar talan verður mikilvægari en framfarir, missum við úr hendi þann kraft sem felst í þrautseigju og áræðni. Fagmennska kennara felst einmitt í því að sjá hvernig styrkur og seigla nemenda verður til í gegnum mistök og áhættu. Það eru þessir eiginleikar sem undirbúa nemendur fyrir lífið. Kennarastéttin hefur sýnt að samstaða er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum og skapað nýja framtíðarsýn. Samfélagið þarf að standa með kennurum og styðja við menntun og minna sig á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Menntun er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Við erum öll í sama liði. Með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina tökum við virkan þátt. Framtíðin er björt þegar við mótum hana saman. Framtíð byggð á trausti til fagmennsku, sköpunargáfu og ótakmörkuðum hæfileikum hvers barns. Mótum framtíðina saman. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Menntun er vegferð. Hún mótast af því hvernig við kjósum að taka þátt í þeirri mikilvægu samfélagsumræðu sem um hana snýst. Þótt við ræðum oft tölur og samanburð, má aldrei gleyma því sem raunverulega gerist í skólastofunum. Þar fer fram lifandi starf sem mótar framtíðina. Menntun er fjárfesting til framtíðar, ekki útgjöld. Hún er grundvöllur velferðar og forsenda þess að hvert barn fái tækifæri til að vaxa og dafna. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu fjárfestum við í framtíðinni. Þessi fjárfesting snýst um börnin sjálf og þau sem vinna með þeim. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök, heldur grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Fagmenntaðir kennarar eru hornsteinn skólans. Það er með því að virða og styðja þennan faglega kjarna sem við tryggjum gæði og öryggi í menntun. Það skilar sér margfalt til baka. Við verðum að sameinast um það sem skiptir mestu máli. Að skapa samfélag þar sem hver og einn nær að njóta sín. Þegar við virðum og berum traust til kennarastéttarinnar og tryggjum henni gott starfsumhverfi, náum við meiri árangri. Kennarar eru fagfólk sem vinnur út frá rannsóknum, fræðum og reynslu. Útfærsla og uppbygging kennslunnar byggir ávallt á aðalnámskrá grunnskóla. Til að menntun geti orðið að þeirri fjárfestingu sem ber mestan árangur, verður leiðin til árangurs að byggja á samtali og samstarfi. Virk þátttaka allra lykilaðila í umræðum um skólastarf skiptir höfuðmáli til að móta sameiginlega framtíðarsýn. Slík framtíðarsýn kallar á algjöra endurskoðun á því hvernig við metum námsárangur nemenda. Við skyldum ekki meta þau út frá fortíðinni. Ný tækni, gervigreind, og síbreytilegur vinnumarkaður krefjast þess að menntun fari úr því að miðla staðreyndum yfir í að rækta hæfni til að takast á við óþekkt vandamál framtíðarinnar. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sveigjanlega, nýsköpunardrifna þjóð. Við vitum að framtíðin krefst siðferðilegrar dómgreindar, samkenndar, sköpunargáfu og gagnrýnnar hugsunar. Alls þess sem ekki er mælt á stöðluðum prófum. Þess vegna er hlutverk kennara og þeirra sem starfa að menntamálum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar nemenda fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum verður ekki aðeins vel menntað heldur réttlátt, skapandi og mannlegt. Þegar við festumst í hefðbundnum tölum hættum við að sjá manneskjuna á bak við þær. Við þrengjum sýn barnsins á eigið gildi og látum námið snúast meira um að standast próf en að byggja upp hæfni. Við verðum að hlúa að forvitni og sköpun í námi. Þegar talan verður mikilvægari en framfarir, missum við úr hendi þann kraft sem felst í þrautseigju og áræðni. Fagmennska kennara felst einmitt í því að sjá hvernig styrkur og seigla nemenda verður til í gegnum mistök og áhættu. Það eru þessir eiginleikar sem undirbúa nemendur fyrir lífið. Kennarastéttin hefur sýnt að samstaða er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum og skapað nýja framtíðarsýn. Samfélagið þarf að standa með kennurum og styðja við menntun og minna sig á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Menntun er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Við erum öll í sama liði. Með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina tökum við virkan þátt. Framtíðin er björt þegar við mótum hana saman. Framtíð byggð á trausti til fagmennsku, sköpunargáfu og ótakmörkuðum hæfileikum hvers barns. Mótum framtíðina saman. Höfundur er kennari.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar