Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 17. október 2025 12:59 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Vísir/Anton Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. „Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngöngutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“ Sýn Fjölmiðlar Vinnumarkaður Fjarskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
„Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngöngutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“
Sýn Fjölmiðlar Vinnumarkaður Fjarskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira