Fótbolti

Full­komin byrjun Bayern heldur á­fram

Siggeir Ævarsson skrifar
Harry Kane og Michael Olise fagna saman marki fyrr í haust en þeir skoruðu mörk Bayern í kvöld.
Harry Kane og Michael Olise fagna saman marki fyrr í haust en þeir skoruðu mörk Bayern í kvöld. Vísir/Getty

Ekkert lát virðist ætla að verða á sigurgöngu Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni en liðið vann í kvöld sinn sjöunda sigur í röð og er ósigrað á toppi deildarinnar.

Bayern tók á móti Dortmund í dag og vann nokkuð öruggan 2-1 sigur en gestirnir náðu að koma sárabótamarki í netið undir lokin.

Harry Kane og Michael Olise skoruðu mörk Bayern í dag en Kane er kominn með tólf mörk í fyrstu sjö umferðum deildarinnar. Hann lék í dag fyrir aftan Nicolas Jackson sem er á láni hjá Bayern frá Chelsea og á enn eftir að opna markareikning sinn í deildinni.

Bayern er eins og áður sagði á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 21 stig eftir sjö umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×