Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 19. október 2025 14:00 Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir. Umhverfi okkar sem störfum í hreyfingunni hefur sjaldan verið erfiðara. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar á því að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga, félagsstarf ofl. Því leggjum við áherslu á það að vera með vel menntaða þjálfara, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af ber. Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði. Hvað er þá til ráða? Jú, hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstri, barna og unglingastarfsins, fjáraflanir eða sækjast eftir stuðning yfirvalda, sem á tillidögum, mæra starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar, fyrir æsku landsins. Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast. Fjáraflanir íþróttafélaga, eingöngu til að halda daglegu starfi gangandi er ekki boðlegt og enginn fæst til að taka þátt í því. Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunar verkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda. Hér hef ég eingöngu horft á barna og unglingastarf, en ef við horfum á meistaraflokkastarf, þá er myndin allt önnur og mun verri. En það starf er jafn nauðsynlegt og framhald af barna og unglingastarfinu og markmið margra að komst þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis. Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl. Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu. Höfundur er formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar