Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 20. október 2025 08:32 Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Helgi Áss Grétarsson Bensín og olía Skipulag Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun