Innherji

Nánast allur við­skipta­halli þessa árs er vegna mikilla fjár­festinga gagna­vera

Hörður Ægisson skrifar
Mikill vöxtur í atvinnuvegafjárfestingu að undanförnu hefur ekki hvað síst verið drifin áfram af uppbyggingu gagnavera hér á landi, en hún er fjármögnuð af erlendum eigendum þeirra. 
Mikill vöxtur í atvinnuvegafjárfestingu að undanförnu hefur ekki hvað síst verið drifin áfram af uppbyggingu gagnavera hér á landi, en hún er fjármögnuð af erlendum eigendum þeirra.  Vísir/Vilhelm

Veruleg fjárfestingarumsvif vegna uppbyggingar gagnavera hér á landi, fjármögnuð af erlendum sjóðum, hefur leitt af sér mikinn innflutning á tölvubúnaði sem skýrir nánast alfarið þann talsverða viðskiptahalla sem spáð er á þessu ári.


Tengdar fréttir

Mögu­leiki á sæ­streng til Bandaríkjanna 2027 sem myndi „gjör­breyta stöðunni“

Hagmunasamtök iðnaðarins eiga núna í samtali við stjórnvöld vegna hugmynda um lagningu sæstrengs til Bandaríkjanna, sem gæti þá opnað fyrir uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi, og náist niðurstaða á allra næstu mánuðum væri raunhæft að slíkur strengur yrði tekin í notkun sumarið 2027. Það myndi „gjörbreyta stöðu“ Íslands í gervigreindarkapphlaupinu og skilað miklum útflutningstekjum.

Engan bil­bug að finna á neyslu­g­leði heimila sam­hliða sterku gengi krónunnar

Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti.

Raun­gengi krónunnar lítil­lega yfir­verðlagt að mati AGS og Seðla­bankans

Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×