Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 15:38 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir nú að sannfæra evrópska þjóðarleiðtoga um að samþykkja metnaðarfyllra loftslagsmarkmið fyrir árið 2040. Vísir/EPA Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug. Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035. Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun um níutíu prósent miðað við losun ársins 1990 fyrir árið 2040. Aðildarríki þess eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir það og mörg þeirra eru gagnrýnin á markmiðið sem þau telja of íþyngjandi. Þegar hafði verið greint frá því að ríkjunum yrði í fyrsta skipti heimilt að ná markmiðum sínum að hluta með því að greiða fyrir aðgerðir sem draga úr losun í ríkjum utan sambandsins. Sérstakt vísindaráð ESB í loftslagsmálum lagðist gegn því. Í bréfi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sendi leiðtogum aðildarríkjanna í dag opnaði hún dyrnar fyrir þeim möguleika að þau geti reitt sig enn frekar á kaup á alþjóðlegum kolefniseiningum til þess að standast skuldbindingar sínar fyrir 2040. Fram að þessu hefur verið talað um að allt að þrjú prósent samdráttarins sem ESB stefnir á gæti verið náð með slíkum einingum. „Landsmarkmið okkar getur verið lægra en níutíu prósent svo lengi sem það er bætt upp með sambærilegum samdrætti utan Evrópusambandsins,“ hefur dagblaðið Politico upp úr bréfi von der Leyen. Útvatna fleiri aðgerðir Þá lýsti forsetinn yfir vilja til þess að útvatna ýmsar aðrar loftslagsaðgerðir sem einhver ríkjanna höfðu fett fingur út í, þar á meðal nýtt kolefnisgjald á samgöngu og húshitun. Einnig komi til greina að milda markmið sambandsins um losun og bindingu vegna landsnotkunar, svokölluðum LULUCF-hluta losunarbókhaldsins. Ríki hafa meðal annars vísað til þess að tíðari gróðureldar, einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar, geri þeim erfiðara fyrir að ná þeim markmiðum. Mikið magn kolefnis losnar við slíka elda. „Við sjáum þeir áskoranir sem nokkur ykkar standa frammi fyrir. Við erum að vinna að hagkvæmum lausnum sem draga úr þessum áskorunum innan núverandi LULUCF-reglna,“ segir von der Leyen í bréfinu til leiðtoganna. Fyrirhuguð útfösun á bifreiðum með sprengihreyfla er einnig líklega til að gagna hægar fyrir sig. Stefna sambandsins hefur verið að engir nýir bensín- eða dísilbílar verði skráðir frá árinu 2035.
Loftslagsmál Evrópusambandið Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent