Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 21. október 2025 06:01 Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Hinsegin Kvennafrídagurinn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaverkfall Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun