Viðskipti innlent

Rekstraráfall eins stærsta við­skipta­vinarins hefur á­hrif á Eim­skip

Árni Sæberg skrifar
Talvert magn af áli fer um Grundartangahöfn.
Talvert magn af áli fer um Grundartangahöfn. Vísir/Vilhelm

Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins.

Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins segir bilunina mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum.

Nú hefur Eimskip sent tilkynningu til Kauphallar þar sem segir að félagið hafi átt í góðum samskiptum við Norðurál þar sem staðfest hafi verið að framleiðslugeta félagsins yrði tímabundið um þriðjungur af fullum afköstum verksmiðjunnar.

„Norðurál er einn af stærri viðskiptavinum Eimskips og því mun þetta rekstraráfall hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Á þessari stundu er ekki vitað hve langan tíma tekur að koma framleiðslunni í full afköst. Eimskip mun upplýsa nánar um áhrifin þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×