Pedersen með landsliðið til 2029 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 14:09 Craig Pedersen er að stýra íslenska landsliðinu í þriðja sinn á Eurobasket. Hér kallar hann inn skilaboð í leiknum við Belga í dag. vísir/Hulda Margrét KKÍ hefur endurnýjað samning Craigs Pedersen sem landsliðsþjálfara karla í körfubolta til fjögurra ára. Enginn hefur þjálfað íslenskt landslið lengur en Kanadamaðurinn sem stýrði liðinu á EM í haust. Pedersen tók við landsliðinu árið 2014 og hefur því verið þjálfari þess í ellefu ár. Hann mun hafa stýrt liðinu í fimmtán ár þegar samningur hans, sem er til 2029, rennur út. Pedersen mun vera þjálfari liðsins í næstu tveimur undankeppnum, fyrir HM 2027 og EM 2029. Greint hafði verið frá því fyrir tæpum mánuði síðan að Pedersen myndi halda áfram með liðið en KKÍ staðfesti tíðindin loks með yfirlýsingu í dag. Landsliðið tók þátt í EM í fyrsta sinn í átta ár í haust en fór sigurlaust í gegnum mótið eftir svekkjandi töp fyrir Belgíu og Póllandi. Auk þess sem Ísland tapaði fyrir Ísrael, Slóveníu og Frakklandi. Ísland fór þá í þriðja sinn á EM en Ísland hefur í öll þrjú skiptin komist á lokamót undir stjórn Pedersen, 2015 og 2017 auk mótsins í ár. Með áframhaldandi ráðningu Craig tryggir KKÍ stöðugleika í þróun landsliðsins á mikilvægum tíma, þar sem næstu ár fela í sér bæði nýliðun og spennandi möguleika á alþjóðlegum vettvangi. segir í yfirlýsingu KKÍ. Þeir Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson verða áfram aðstoðarmenn Pedersen og voru þeir einnig ráðnir til fjögurra ára. Eðlilegt skref segir formaðurinn „Við höfum verið mjög ánægð með störf Craig sem og þjálfaranna sem starfað hafa með honum undanfarið,“ er haft eftir Kristni Albertssyni, formanni KKÍ, í yfirlýsingu sambandsins. Kristinn Albertsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Það var því eðlilegt skref að hann og hans teymi héldi áfram með liðið. Næsta markmið okkar er skýrt en það er að komast upp úr riðlinum sem við erum í núna í undankeppni HM 2027 en til þess þurfum við að vera meðal þriggja efstu liðanna í riðlinum. Með því tryggjum við okkur einnig sæti í undankeppni EuroBasket2029 sem hefst í nóvember 2027 án þess að fara í forkeppni að þeirri undankeppni,“ „Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun fyrir næstu leikjum bæði hjá körlunum og konunum,“ er haft eftir Kristni enn fremur. Pedersen stoltur Pedersen er spenntur fyrir komandi tímum og hyggst taka áfram næstu skref með liðinu. „Ég er mjög spenntur og ánægður að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Liðið hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár og leikmennirnir hafa verið stöðugt að bæta sig,“ er haft eftir Pedersen í yfirlýsingu KKÍ þar sem hann segir enn fremur: „Samheldni liðsins og þeirra sem halda utan um liðið er sterk og ég er stoltur að fá að vera partur af þessum hóp áfram.“ Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Pedersen tók við landsliðinu árið 2014 og hefur því verið þjálfari þess í ellefu ár. Hann mun hafa stýrt liðinu í fimmtán ár þegar samningur hans, sem er til 2029, rennur út. Pedersen mun vera þjálfari liðsins í næstu tveimur undankeppnum, fyrir HM 2027 og EM 2029. Greint hafði verið frá því fyrir tæpum mánuði síðan að Pedersen myndi halda áfram með liðið en KKÍ staðfesti tíðindin loks með yfirlýsingu í dag. Landsliðið tók þátt í EM í fyrsta sinn í átta ár í haust en fór sigurlaust í gegnum mótið eftir svekkjandi töp fyrir Belgíu og Póllandi. Auk þess sem Ísland tapaði fyrir Ísrael, Slóveníu og Frakklandi. Ísland fór þá í þriðja sinn á EM en Ísland hefur í öll þrjú skiptin komist á lokamót undir stjórn Pedersen, 2015 og 2017 auk mótsins í ár. Með áframhaldandi ráðningu Craig tryggir KKÍ stöðugleika í þróun landsliðsins á mikilvægum tíma, þar sem næstu ár fela í sér bæði nýliðun og spennandi möguleika á alþjóðlegum vettvangi. segir í yfirlýsingu KKÍ. Þeir Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson verða áfram aðstoðarmenn Pedersen og voru þeir einnig ráðnir til fjögurra ára. Eðlilegt skref segir formaðurinn „Við höfum verið mjög ánægð með störf Craig sem og þjálfaranna sem starfað hafa með honum undanfarið,“ er haft eftir Kristni Albertssyni, formanni KKÍ, í yfirlýsingu sambandsins. Kristinn Albertsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Það var því eðlilegt skref að hann og hans teymi héldi áfram með liðið. Næsta markmið okkar er skýrt en það er að komast upp úr riðlinum sem við erum í núna í undankeppni HM 2027 en til þess þurfum við að vera meðal þriggja efstu liðanna í riðlinum. Með því tryggjum við okkur einnig sæti í undankeppni EuroBasket2029 sem hefst í nóvember 2027 án þess að fara í forkeppni að þeirri undankeppni,“ „Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun fyrir næstu leikjum bæði hjá körlunum og konunum,“ er haft eftir Kristni enn fremur. Pedersen stoltur Pedersen er spenntur fyrir komandi tímum og hyggst taka áfram næstu skref með liðinu. „Ég er mjög spenntur og ánægður að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Liðið hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár og leikmennirnir hafa verið stöðugt að bæta sig,“ er haft eftir Pedersen í yfirlýsingu KKÍ þar sem hann segir enn fremur: „Samheldni liðsins og þeirra sem halda utan um liðið er sterk og ég er stoltur að fá að vera partur af þessum hóp áfram.“
Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira