Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2025 08:02 Kristófer Acox gæti enn átt yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í að auglýsa veðmál í Bónus-deildinni fyrir ólöglega veðmálasíðu. Vísir / Guðmundur Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Veðmálastarfsemi hefur verið mikið til umræðu hérlendis undanfarnar vikur, sér í lagi eftir að mynd af Kristófer Acox var birt á samfélagsmiðlum Coolbet, ólöglegri erlendri veðmálasíðu, ásamt uppástungu að veðmálum á leiki í Bónus-deild karla á samfélagsmiðlum. Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ vill lítið sjá sig um einstök mál en segir að enn sé til skoðunar hvort eigi að refsa eigi Kristófer vegna auglýsingarinnar. Rætt var við hann í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld. „Við höfum verið að skoða þetta mál og munum skoða það áfram. Hvað er að auglýsa og hvað er ekki að auglýsa? Það er ljóst að öllum sem koma nálægt íslenskum körfubolta eða íþróttum er bannað að veðja á sína eigin leiki en það er ekki staðan í þessu máli,“ segir Hannes og bætir við: „Það hafa fleiri mál komið inn á borð til okkar eftir að þetta kom upp.“ Því sé þörf á sameiginlegu átaki og líkt og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, hefur greint frá hefur verið fundað stíft um málið innan hreyfingarinnar. Hagsmunir ÍSÍ eru miklir vegna stórs eignarhluta í Íslenskum getraunum og íslenskri getspá sem hafa sérleyfi á íslenskum markaði. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum Í 14 ár og á þeim tíma hefur hlutdeild téðra erlendra veðmálasíðna aukist til muna þar sem talið er að Íslendingar veðji á íþróttaleiki fyrir um 20 milljarða á ári. Íþróttahreyfingin hefur barist hart gegn breytingum en nú kveður við nýjan tón. Kominn tími á breytingar „Það er kominn tími á það að við breytum öllu þessu regluverki varðandi veðmálastarfsemi á Íslandi, þegar kemur að veðmálum á íþróttaleiki. Við erum með veðmálastarfsemi í dag sem einskorðast við íslenskt fyrirtæki og það fer í íslenska íþróttahreyfingu og annað, en við þurfum að taka næsta skref og skoða þessi mál,“ segir Hannes sem kallar eftir því að íþróttahreyfing og stjórnvöld taki höndum saman við að skattleggja starfsemina og skila þannig tekjum af henni hingað til lands. „Þessi starfsemi ólöglegra fyrirtækja hér á landi þarf að vera þannig að það komi af því skattar hingað inn eða að því fylgi skyldur. Við þurfum alla vega með einhverju móti að fá af þessu tekjur,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
KKÍ Fjárhættuspil ÍSÍ Tengdar fréttir Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 23. október 2025 12:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00
Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox gæti átt yfir höfði sér sekt frá Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu. Kristófer var andlit auglýsingar um veðmál á leiki í deildinni sem hann spilar sjálfur í; Bónus-deildinni. 10. október 2025 07:02
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum