Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 22:02 Phil Gore setti heimsmet í sumar og varð heimsmeistari í morgunn. @phil.gore.ultrarunner Ástralinn Phil Gore er nýr heimsmeistari í bakgarðshlaupum en hann tryggði sér titilinn í bakgarðinum hjá Lazarus Lake [Gary Cantrell] í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal) Bakgarðshlaup Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal)
Bakgarðshlaup Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira