Innlent

Flug­um­ferðar­stjórar af­lýsa vinnu­stöðvun á morgun og laugar­dag

Eiður Þór Árnason skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm

Gangur er í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins og hefur fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag verið aflýst. 

Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Fundarhöldum sé lokið í dag og boðað hafi verið til nýs fundar í fyrramálið. 

Þetta er annan daginn í röð sem flugumferðarstjórar hætta við aðgerðir en í gær var tilkynnt að búið væri að aflýsa fyrirhugaðri vinnustöðvun í dag sem hefði að óbreyttu haft áhrif á tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli.  

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×