Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. október 2025 10:32 Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins. Þolendur eiga rétt á vernd, stuðningi og réttlátum viðbrögðum frá kerfinu. En þessar aðgerðir verða ekki fullnægjandi nema einnig sé hugað að gerendunum, því án markvissrar meðferðar og endurhæfingar vex hættan á að brotin verði endurtekin. Þess vegna þarf einnig að setja fram skýra og kröftuga kröfu um lagaumgjörð sem tryggir að gerendur fái einstaklingsmiðaða meðferð, hvort sem gerandinn fari í fangelsi eður ei. Á meðal aðalkrafna kvennahreyfingarinnar ætti því að vera heildarendurskoðun fullnustukerfisins með endurhæfingu gerenda að leiðarljósi. Við sem störfum að þessum málum vitum að ef ekki er í boði endurhæfing er líklegt að brotaþolum fjölgi. Í dag búa þolendur við aðstæður sem virðast oft brotakenndar, skorti samræmingu og á köflum hreinlega ófullnægjandi. Ýmsir stuðningsþættir virka þó, eins og neyðarsímar, athvarf og félagsráðgjöf. En endurtekin ofbeldisbrot sýna að meira þarf að koma til. Margt bendir til þess að þegar gerendur fá markvissa endurhæfingu eins og hugræna atferlismeðferð, samtalstækni jafningja og fleira með áherslu á áhættuþætti þá dregur úr endurkomum í fangelsi. Þó árangurinn sé auðvitað einnig háður gæðum meðferðar og samfellu milli fangelsa og samfélags. Þekkt er að ofbeldisverk eiga sér oft stað innan heimilis og að gerendur eru nákomnir þeim sem fyrir ofbeldinu verða. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar frá því í fyrra kom fram að í 88% tilvika voru þjónustunotendur að koma vegna heimilisofbeldis. Það undirstrikar hversu flókin ofbeldismál geta oft verið vegna náinna tengsla. Til að árangur náist þarf að samþætta lagaákvæði og gera heildarendurskoðun á lögum um fullnustu með endurhæfingu að leiðarljósi. Lög sem krefjast þess að við dómsuppkvaðningu verði skýrt hvort endurhæfing eigi að vera hluti af dómi, með skýrum kröfum um faglega meðferð og eftirlit. Þá þyrfti að tryggja að yfirvöld og þjónustuaðilar bæru ábyrgð á að úrræði væru samhæfð og að þjónustan haldi áfram eftir afplánun þannig að yfirfærsla milli kerfa sé tryggð. Þetta felur m.a. í sér að til staðar séu sérhæfðar deildir innan fangelsa eða að gerðir séu samningar við samtök sem uppfylla kröfur um gæði, eftirlit og endurhæfingu út frá áhættu og þörfum. Afstaða-réttindafélag hefur frá því í upphafi unnið markvisst að því að vinna með gerendur og byggja upp kunnáttu í samtalstækni og stuðningi í ofbeldismálum. Nú þegar hafa sjálfboðaliðar félagsins fengið fræðslu frá Aggredi, systursamtökum Afstöðu í Finnlandi, sem komu til Íslands fyrr á árinu. Á næstu vikum munu sjálfboðaliðar og fagfólk Afstöðu endurgjalda heimsóknina frá Finnlandi, þar sem þeir munu læra samtalstækni og aðferðir við að miðla stuðningi og stjórna samskiptum við gerendur, auk þess sem fulltrúar félagsins fara til Noregs og Tékklands til þátttöku í ráðstefnum. Mikil sérfræðiþekking hefur orðið til hjá Afstöðu á undanförnum árum, sem við bætum reglulega í enda mikilvægt að læra af reynslu og þekkingu sem er til staðar. Markmiðið er að geta miðlað þekkingunni til að styrkja þjónustu og skipulag, bæði í vörn fyrir þolendur og í skrefum uppbyggingar fyrir gerendur. Þegar við berjumst fyrir betri löggjöf gegn ofbeldi, þegar við krefjumst rafræns eftirlits og betri nálgunarbannslöggjafar, þegar við styrkjum vernd þolenda þá megum við ekki gleyma gerendum. Án markvissrar endurhæfingar er hætta á að til verði nýir þolendur. Það vantar í kröfugerð Kvennaverkfalls að að íslensk lög skuli mótuð þannig að yfirvöldum verði gert að bera ábyrgð á endurhæfingu gerenda, með gæðastöðlum, eftirliti, samfellu og áhættumati. Þannig sköpum við raunverulegt öryggi í samfélaginu fyrir konur, kvár og öll önnur sem glíma við ofbeldi. Ég vona að kvennahreyfingin taki undir þetta og leggi okkur lið í baráttunni við að fá stjórnvöld til að fækka brotaþolum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun