Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar 25. október 2025 10:30 Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun