Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 09:55 Nicolas Maduro, forseti Venesúela. AP/Ariana Cubillos Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Með flugmóðurskipinu fylgja fimm tundurspillar en fyrir eru Bandaríkjamenn með töluverðan herafla og fjölda skipa og herþota í og við Karíbahafið, þar sem þeir hafa gert árásir á meinta fíkniefnasmyglara. Flugmóðurskipið var þó í höfn í Króatíu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og mun taka einhvern tíma að sigla því til Karíbahafsins. Sjá einnig: Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Tilkynnt var í gær að tíunda slíka árásin hefði verið gerð frá því í september. AÐ minnsta kosti 43 hafa fallið í þessum árásum. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, heldur því fram að báturinn sem sprengdur var í gær hafi verið í eigu Tren de Aragua glæpasamtakanna. Bandaríkjamenn halda því fram að Maduro leiði glæpasamtökin en hann hefur hafnað því. Trump vilji nýtt „eilífðarstríð“ Bandaríkjamenn viðurkenna ekki ríkisstjórn Maduro en hann sór embættiseið á nýjan leik í janúar, eftir kosningar sem hafa verið fordæmdar víða um heim vegna meints svindls hans. Stjórnarandstaða Venesúela kom höndum yfir gögn úr kosningavélum landsins og sérfræðingar víða um heim hafa sannreynt gögnin en samkvæmt þeim sigraði stjórnarandstaðan kosningarnar með yfirburðum. Maduro birti þó aðrar niðurstöður og hélt völdum. Bandaríkjamenn hafa beint sjónum sínum að Maduro undir því yfirskini að hann og ríkisstjórn hans komi með beinum og umfangsmiklum hætti að smygli fíkniefna til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa þó sagt, samkvæmt BBC, að umsvifin séu tiltölulega lítil. Í ávarpi sem Maduro gaf í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn væru að reyna að skapa nýtt „eilífðarstríð“. Þeir hefðu lofað því að gera slíkt ekki aftur en væru nú markvisst að reyna að skapa það. Trump hefur gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að nota hermenn til árása á jörðu niðri í Venesúela. Þá sagði CNN frá því í gærkvöldi að Trump væri að íhuga áætlanir um loftárásir í Venesúela en þeir eiga víst að beinast gegn kókaínframleiðslu og smygli.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Venesúela Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira