Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar 25. október 2025 18:00 Það er ekki tilviljun að 3.400 sumarhús eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi. Við sumarhúsafólk komum ekki bara úr bænum og yfirtókum landið. Bændur í hreppnum seldu okkur landið og hreppurinn skipulagði þessar lóðir. Bændur fengu greitt fyrir landið og hreppurinn innheimtir alls konar gjöld af okkur á hverju ári. Samt koma þessir sömu bændur, sem stýra hreppnum, fram við okkur eins og aðskotadýr og afætur. „Við“ og „þið“ er viðhorfið. „Við“ sem búum í hreppnum, eigum og ráðum, og „þið“ sem standið undir kostnaðinum. Samtal Við sumarhúsaeigendur erum orðin þreytt á þessu viðhorfi. Við erum ekki „vandamál“, við erum hluti af samfélaginu í hreppnum – og við viljum fá að hafa rödd. Við viljum að það sé tekið tillit til hagsmuna okkar og að þær ákvarðanir sveitarstjórnarinnar sem varða okkur beint séu í það minnsta bornar undir okkur. Helst viljum við fá umboðsmann sumarhúsaeigenda inn í sveitarstjórn. Mismunun Hægt er að nefna mörg dæmi um þetta „við“ og „þið“ viðhorf sveitarstjórnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa ríflega þrefalt ódýrara í sund fyrir þá sem ættu lögheimili í hreppnum. Sú mismunun var kærð árið 2023 og í framhaldinu dregin til baka. Ljósleiðari var lagður heim á öll lögbýli í hreppnum, ábúendum að kostnaðarlausu, en sumarhúsaeigendur gátu fengið að tengjast ljósleiðaranum fyrir háar fjárhæðir. Nýjasta dæmið um mismunun fasteignaeigenda í hreppnum er tíðni á losun rotþróa. Rotþrær hafa árum saman verið losaðar á þriggja ára fresti, en skv. leiðbeiningum bæði frá Umhverfis- og orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands ber að tæma rotþrær við sumarhús á tveggja til þriggja ára fresti, oftar ef notkunin er allt árið. Sveitarstjórnin ákvað að breyta þessu og tæma rotþrær hjá sumarhúsum hér eftir á fimm ára fresti. Rotþrær á lögbýlum eru hins vegar áfram tæmdar á þriggja ára fresti. Um leið og þessi ákvörðun var tekin var ákveðið að hækka gjaldið fyrir losun við sumarhús um 50%. Fyrir marga sumarhúsaeigendur þýðir þetta aukalosun fyrir 150 þús. kr. á milli skipulagðra losana. Fasteignagjöld En sumarhúsaeigendur eru ekki bara þreyttir á þessari mismunun. Við erum þreytt á að fá ekki þá þjónustu sem við greiðum fyrir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru einhver hæstu fasteignagjöld á landinu, notuð til að niðurgreiða næstlægstu útsvarsprósentu á landinu. Sumarhúsaeigendur standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar? Grenndarstöðvar Grenndarstöðvar fyrir sorplosun eru of fáar, gámar eru of fáir, þeir eru tæmdir of sjaldan og svæðin eru sóðaleg. Þegar fólk er svo búið að taka á sig krók á heimleið á sunnudegi, kemur að yfirfullum gámum, verður pirrað og skilur ruslið eftir við gáminn, er það yfirleitt viðbragð sveitarstjórnarinnar að loka grenndarstöðinni „af því þið gangið svo illa um“. Gámastöð Annað tengt mál er opnunartími Gámastöðvarinnar við Seyðishóla. Á veturna er hún opin þrjá daga vikunnar í tvo tíma á dag. Á sumrin er hún opin fjóra daga vikunnar í þrjá tíma á dag, fyrir utan laugardaga þegar hún er opin í sex tíma. Gámastöðin er hins vegar lokuð á sunnudögum allan ársins hring. Hvenær er líklegast að sumarhúsaeigendur þurfi að losa sig við rusl? Göngu- og hjólastígar Síðast en ekki síst. Fólk fjárfestir í sumarhúsi úti í sveit af því það vill komast út í náttúruna. Flest okkar vilja t.d. gjarnan stunda einhverja útivist, ganga, skokka eða hjóla. En það getur reynst þrautin þyngri og jafnvel lífshættulegt. Ég hef t.d. aldrei verið hræddari um líf mitt heldur en þegar ég ákvað að hjóla frá sumarbústaðnum mínum niður í Þrastarlund til að fá mér pítsu. Þó ég hafi stokkið ein út úr flugvél í fallhlíf var það ekki nálægt því jafn skelfilegt og að hjóla eftir Þingvallavegi og Biskupstungnabraut, á örmjóum vegi með engri vegöxl innan um flutningabíla á 100 km. hraða sem hvorki slógu af né viku um hársbreidd. Hvar eru göngustígarnir? Hvar er skipulagið? Það er ekki nóg að selja endalausar sumarhúsalóðir, það þarf að skipuleggja göngu- og hjólastíga. Slíka stíga er hvorki að finna inni í sumarhúsahverfunum né meðfram hraðbrautum hreppsins. Höfundur er sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er ekki tilviljun að 3.400 sumarhús eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi. Við sumarhúsafólk komum ekki bara úr bænum og yfirtókum landið. Bændur í hreppnum seldu okkur landið og hreppurinn skipulagði þessar lóðir. Bændur fengu greitt fyrir landið og hreppurinn innheimtir alls konar gjöld af okkur á hverju ári. Samt koma þessir sömu bændur, sem stýra hreppnum, fram við okkur eins og aðskotadýr og afætur. „Við“ og „þið“ er viðhorfið. „Við“ sem búum í hreppnum, eigum og ráðum, og „þið“ sem standið undir kostnaðinum. Samtal Við sumarhúsaeigendur erum orðin þreytt á þessu viðhorfi. Við erum ekki „vandamál“, við erum hluti af samfélaginu í hreppnum – og við viljum fá að hafa rödd. Við viljum að það sé tekið tillit til hagsmuna okkar og að þær ákvarðanir sveitarstjórnarinnar sem varða okkur beint séu í það minnsta bornar undir okkur. Helst viljum við fá umboðsmann sumarhúsaeigenda inn í sveitarstjórn. Mismunun Hægt er að nefna mörg dæmi um þetta „við“ og „þið“ viðhorf sveitarstjórnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa ríflega þrefalt ódýrara í sund fyrir þá sem ættu lögheimili í hreppnum. Sú mismunun var kærð árið 2023 og í framhaldinu dregin til baka. Ljósleiðari var lagður heim á öll lögbýli í hreppnum, ábúendum að kostnaðarlausu, en sumarhúsaeigendur gátu fengið að tengjast ljósleiðaranum fyrir háar fjárhæðir. Nýjasta dæmið um mismunun fasteignaeigenda í hreppnum er tíðni á losun rotþróa. Rotþrær hafa árum saman verið losaðar á þriggja ára fresti, en skv. leiðbeiningum bæði frá Umhverfis- og orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands ber að tæma rotþrær við sumarhús á tveggja til þriggja ára fresti, oftar ef notkunin er allt árið. Sveitarstjórnin ákvað að breyta þessu og tæma rotþrær hjá sumarhúsum hér eftir á fimm ára fresti. Rotþrær á lögbýlum eru hins vegar áfram tæmdar á þriggja ára fresti. Um leið og þessi ákvörðun var tekin var ákveðið að hækka gjaldið fyrir losun við sumarhús um 50%. Fyrir marga sumarhúsaeigendur þýðir þetta aukalosun fyrir 150 þús. kr. á milli skipulagðra losana. Fasteignagjöld En sumarhúsaeigendur eru ekki bara þreyttir á þessari mismunun. Við erum þreytt á að fá ekki þá þjónustu sem við greiðum fyrir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru einhver hæstu fasteignagjöld á landinu, notuð til að niðurgreiða næstlægstu útsvarsprósentu á landinu. Sumarhúsaeigendur standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar? Grenndarstöðvar Grenndarstöðvar fyrir sorplosun eru of fáar, gámar eru of fáir, þeir eru tæmdir of sjaldan og svæðin eru sóðaleg. Þegar fólk er svo búið að taka á sig krók á heimleið á sunnudegi, kemur að yfirfullum gámum, verður pirrað og skilur ruslið eftir við gáminn, er það yfirleitt viðbragð sveitarstjórnarinnar að loka grenndarstöðinni „af því þið gangið svo illa um“. Gámastöð Annað tengt mál er opnunartími Gámastöðvarinnar við Seyðishóla. Á veturna er hún opin þrjá daga vikunnar í tvo tíma á dag. Á sumrin er hún opin fjóra daga vikunnar í þrjá tíma á dag, fyrir utan laugardaga þegar hún er opin í sex tíma. Gámastöðin er hins vegar lokuð á sunnudögum allan ársins hring. Hvenær er líklegast að sumarhúsaeigendur þurfi að losa sig við rusl? Göngu- og hjólastígar Síðast en ekki síst. Fólk fjárfestir í sumarhúsi úti í sveit af því það vill komast út í náttúruna. Flest okkar vilja t.d. gjarnan stunda einhverja útivist, ganga, skokka eða hjóla. En það getur reynst þrautin þyngri og jafnvel lífshættulegt. Ég hef t.d. aldrei verið hræddari um líf mitt heldur en þegar ég ákvað að hjóla frá sumarbústaðnum mínum niður í Þrastarlund til að fá mér pítsu. Þó ég hafi stokkið ein út úr flugvél í fallhlíf var það ekki nálægt því jafn skelfilegt og að hjóla eftir Þingvallavegi og Biskupstungnabraut, á örmjóum vegi með engri vegöxl innan um flutningabíla á 100 km. hraða sem hvorki slógu af né viku um hársbreidd. Hvar eru göngustígarnir? Hvar er skipulagið? Það er ekki nóg að selja endalausar sumarhúsalóðir, það þarf að skipuleggja göngu- og hjólastíga. Slíka stíga er hvorki að finna inni í sumarhúsahverfunum né meðfram hraðbrautum hreppsins. Höfundur er sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun