Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2025 08:02 KR-ingar björguðu sér frá falli í gær. Vísir/Anton Brink Lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær þegar þrír leikir fóru fram. Mikið var undir í öllum leikjunum og þrjú lið börðust um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR Besta deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Umferðin hófst á viðureign ÍBV og KA, en bæði lið höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild. Liðin börðust þó um að enda í efsta sæti nðri hlutans, sætinu sem KA-menn höfðu hafnað í síðustu tvö ár. Úr varð hörkuleikur þar sem skoruð voru sjö mörk af sjö mismunandi markaskorurum. Vicente Valor, Hermann Þór Ragnarsson og Sigurður Magnússon sáu um markaskorun ÍBV, en Ingimar Stöle, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Markús Máni Pétursson skoruðu fyrir KA áður en Birnir Snær Ingason tryggði gulklæddum gestunum dramatískan sigur. íbvka Að leik ÍBV og KA loknum hófust svo hinir tveir leikirnir, þar sem heldur meira var undir. ÍA tók á móti Aftureldingu uppi á Skaga og á Ísafirði heimsótti KR Vestra. Afturelding þurfti á sigri að halda og treysta á jafntefli í leik Vestra og KR til að halda sér uppi. Vestramönnum nægði jafntefli til að halda sæti sínu í efstu deild, en KR-ingar þurftu sigur til að halda sér uppi og senda Vestra og Aftureldingu niður. Á Akranesi skoraði Gabríel Snær Gunnarsson eina mark leiksins og tryggði ÍA 1-0 sigur. Örlög Aftureldingar voru þar með ráðin og leika Mosfellingar því í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Klippa: Markið úr leik ÍA og Aftureldingar Á Ísafirði var hins vegar boðið til veislu. Það voru þó ekki heimamenn sem buðu til veislunnar, heldur gestirnir í KR og líklega skemmtu heimamenn sér ekki vel í umræddri veislu. Guðmundur Andri Tryggvason og Eiður Gauti Sæbjörnsson sáu til þess að gestirnir fóru með 0-2 forystu inn í hálfleikshléið og Guðmundur Andri bætti öðru marki sínu og þriðja marki KR við strax í upphafi síðari hálfleiks. Ágúst Eðvald Hlynsson gaf Vestramönnum von með marki á 53. mínútu, en Eiður Gauti slökkti þá von strax í næstu sókn með fjórða marki KR-inga. Luke Rae gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 64. mínútu og áframhaldandi sæti KR í Bestu-deildinni þar með tryggt. Bikarmeistarar Vestra verða hins vegar að gera sér það að góðu að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Og reyndar í Evrópu. Klippa: Mörkin sem björguðu KR
Besta deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira