Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 08:02 Harvey Lewis þurfti að eyða nóttinni og gott betur á sjúkrahúsinu. @harveylewisultrarunner Ofurhlauparinn Harvey Lewis var í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn í bakgarðshlaupum í síðustu viku og var einn af þeim þremur sem héldu lengst út. Nú hefur komið í ljós að hann var ekki bara að keppa við þreytuna og þungar fætur eftir rúma fjóra sólarhringahlaup. Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner) Bakgarðshlaup Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner)
Bakgarðshlaup Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira