Fótbolti

Bein út­sending: Þor­steinn og Glódís sitja fyrir svörum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir mun sitja fyrir svörum ásamt Þorsteini þjálfara.
Glódís Perla Viggósdóttir mun sitja fyrir svörum ásamt Þorsteini þjálfara.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sitja fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ klukkan 12:15 fyrir leik Íslands við Norður-Írland í umspili Þjóðadeildarinnar sem fram fer á morgun.

Ísland vann fyrri leik liðanna í Norður-Írlandi 2-0 og er því með tveggja marka forystu fyrir leik morgundagsins. Snjókoma kann að hafa áhrif á leikinn en mikill snjór er í veðurkortunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×