Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar 27. október 2025 15:00 Við í Landsbankanum kynntum á föstudaginn breytingar á framboði bankans á íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka. Við lögðum mikla áherslu á að bregðast hratt og örugglega við dómnum. Okkar markmið var að finna leiðir til að bjóða viðskiptavinum sem lægsta vexti og bjóða fyrstu kaupendum upp á lán með sem lægstri greiðslubyrði. Um töluverðar breytingar var að ræða og eðlilegt að umræða hafi skapast um áhrifin sem þær kunna að hafa. Rétt er að ítreka að breytingarnar hafa engin áhrif á lán sem voru veitt áður en dómurinn féll. Í sem stystu máli voru breytingarnar þríþættar. Við bjóðum nú upp á nýjan möguleika, sem er að festa vexti á óverðtryggðu íbúðaláni í eitt ár, en þannig er hægt að fá lægri vexti en voru í boði á óverðtryggðu íbúðaláni með breytilega vexti. Lánið er án uppgreiðslugjalds. Breytilegir vextir á óverðtryggðu íbúðaláni bera nú fast vaxtaálag út líftíma lánsins sem leggst ofan á stýrivexti Seðlabankans á hverjum tíma. Verðtryggð íbúðalán eru nú eingöngu í boði til 20 ára á föstum vöxtum og aðeins fyrir fyrstu kaupendur. Bæði er hægt að fá lán með jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum. Hefðu líka komist inn á markaðinn með núverandi lánaframboði Það er ekki síst þetta síðastnefnda atriði sem hefur vakið mikla umræðu og vangaveltur og ég vil því nota þennan vettvang til að fara yfir áhrif breytinganna á fyrstu kaupendur. Fyrir breytinguna gátu fyrstu kaupendur tekið verðtryggð lán á breytilegum vöxtum fyrir allt að 70% af kaupverðinu til 30 ára. Þeim bauðst síðan að taka óverðtryggt viðbótarlán upp að 85% af verðmæti fasteignarinnar. Nú geta fyrstu kaupendur tekið verðtryggt lán til 20 ára á föstum vöxtum fyrir allt að 85% af kaupverði. Það sem af er þessu ári hefur meðalupphæð íbúðalána hjá Landsbankanum til fyrstu kaupanda verið rúmlega 40 milljónir króna. Fyrir breytingu var lægsta mánaðarlega greiðslubyrði af 40 milljóna króna láni um 225.000 krónur en eftir breytingu verður hún um 273.000 krónur og nemur hækkunin því um 48.000 krónum á mánuði. Hér er miðað við 85% veðhlutfall. Á móti kemur að eignamyndun verður hraðari. Þetta er töluverð hækkun á greiðslubyrði en hvað sýna gögnin okkur um áhrif breytinga á lánaframboði á möguleika fyrstu kaupenda til að komast inn á fasteignamarkaðinn? Á þessu ári hafa hundruðir fyrstu kaupenda komist inn á fasteignamarkaðinn með láni frá Landsbankanum. Flestir þeirra hafa tekið verðtryggð lán og hafa staðist greiðslumat með góðum afgangi. Rúmlega 85% höfðu afgang yfir 60.000 krónum á mánuði og yfir helmingur hafði afgang yfir 150.000 krónum. Veðhlutfall hjá fyrstu kaupendum var að meðaltali um 70%. Hlutfall verðtryggðra lána hefur það sem af er þessu ári verið um 60% og hlutfall óverðtryggðra lána um 40%. Þetta sýnir að breytt lánaframboð hefði ekki haft áhrif á lánsmöguleika yfir 90% þeirra fyrstu kaupenda sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum á þessu ári. Breytingin hefur lítil áhrif á greiðslubyrðarhlutfallið Einnig hefur nokkuð verið rætt um að breytingarnar muni leiða til þess að aðeins hátekjufólk geti keypt sér íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Er þar vísað til þeirrar reglu að greiðslubyrði af láni til fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40% af ráðstöfunartekjum þeirra, samkvæmt reglum Seðlabankans um greiðslubyrðarhlutfall. Við reiknuðum því út hver áhrifin yrðu á fyrstu kaupendur sem eru að kaupa sér íbúð á 65 milljónir króna. Í dag getur slíkur kaupandi tekið lán fyrir allt að 85% af kaupverði, eða rúmlega 55 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði af slíku verðtryggðu láni er um 371.000 krónur. Til þess að standast greiðslumat og uppfylla kröfur Seðlabankans um greiðslubyrðarhlutfall þurfa útborguð laun, hvort sem það er einstaklingur eða par sem er að kaupa, að nema um 825.000 kr. á mánuði. Þetta er töluverð fjárhæð, en hvaða áhrif hafa breytingarnar á lánaframboði bankans á slíkan kaupanda? Fyrir breytingu gat fyrsti kaupandi tekið verðtryggt lán á breytilegum vöxtum til allt að 30 ára, upp að 70% veðhlutfalli og síðan gat hann tekið óverðtryggt lán upp að 85% veðhlutfalli til 25 ára. Samanlögð greiðslubyrði við þær aðstæður var um 307.000 krónur á mánuði. Þrátt fyrir að í þessu dæmi muni um 64.000 krónum á mánaðarlegum greiðslum eru skilyrði um útborguð laun samkvæmt útreiknuðu greiðslubyrðarhlutfalli Seðlabankans nánast þau sömu fyrir og eftir breytingar. Skýringin er aðallega sú að þegar reiknað er út hvort lántaki standist greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans er áfram miðað við verðtryggt lán til 25 ára. Það skal tekið fram að þetta dæmi er sett fram til viðmiðunar. Í greiðslumati er tekið tilliti til ýmissa þátta, s.s. annarra skulda, fjölskyldustærðar, rekstur bíls og fleira. Verðtryggð lán á föstum vöxtum Dómur Hæstaréttar veldur því að bankinn býður að óbreyttu ekki upp á verðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Við viljum engu að síður bjóða fyrstu kaupendum upp á verðtryggð lán til að gera þeim auðveldara að komast inn á markaðinn og eru þau á föstum vöxtum. Til þess að fjármagna verðtryggð útlán gefur bankinn út sértryggð verðtryggð skuldabréf. Þar sem óvíst er hversu mikil eftirspurn verður eftir slíkum skuldabréfum til langs tíma og til að takmarka fastvaxtaáhættu bankans var ákveðið að takmarka framboðið við fyrstu kaupendur. Af sömu ástæðu er lánstíminn takmarkaður við 20 ár. Þurfum lægri verðbólgu og vaxtastig Það er óumdeilt að þegar vaxtastig er hátt eru lán dýrari og greiðslubyrði hærri. Það sem við öll þurfum og viljum er lægri verðbólga, lækkandi vaxtastig og stöðugleiki í framboði íbúða. Við slíkar aðstæður geta fyrstu kaupendur og aðrir tekið næsta skref, fært sig yfir í óverðtryggð lán og aukið eigið fé sitt jafnt og þétt. Þar með styrkist staða þeirra á fasteignamarkaði – hvort sem þau vilja stækka við sig eða minnka eða einfaldlega skapa sér öryggi og svigrúm til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vaxtamálið Landsbankinn Lánamál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Við í Landsbankanum kynntum á föstudaginn breytingar á framboði bankans á íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka. Við lögðum mikla áherslu á að bregðast hratt og örugglega við dómnum. Okkar markmið var að finna leiðir til að bjóða viðskiptavinum sem lægsta vexti og bjóða fyrstu kaupendum upp á lán með sem lægstri greiðslubyrði. Um töluverðar breytingar var að ræða og eðlilegt að umræða hafi skapast um áhrifin sem þær kunna að hafa. Rétt er að ítreka að breytingarnar hafa engin áhrif á lán sem voru veitt áður en dómurinn féll. Í sem stystu máli voru breytingarnar þríþættar. Við bjóðum nú upp á nýjan möguleika, sem er að festa vexti á óverðtryggðu íbúðaláni í eitt ár, en þannig er hægt að fá lægri vexti en voru í boði á óverðtryggðu íbúðaláni með breytilega vexti. Lánið er án uppgreiðslugjalds. Breytilegir vextir á óverðtryggðu íbúðaláni bera nú fast vaxtaálag út líftíma lánsins sem leggst ofan á stýrivexti Seðlabankans á hverjum tíma. Verðtryggð íbúðalán eru nú eingöngu í boði til 20 ára á föstum vöxtum og aðeins fyrir fyrstu kaupendur. Bæði er hægt að fá lán með jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum. Hefðu líka komist inn á markaðinn með núverandi lánaframboði Það er ekki síst þetta síðastnefnda atriði sem hefur vakið mikla umræðu og vangaveltur og ég vil því nota þennan vettvang til að fara yfir áhrif breytinganna á fyrstu kaupendur. Fyrir breytinguna gátu fyrstu kaupendur tekið verðtryggð lán á breytilegum vöxtum fyrir allt að 70% af kaupverðinu til 30 ára. Þeim bauðst síðan að taka óverðtryggt viðbótarlán upp að 85% af verðmæti fasteignarinnar. Nú geta fyrstu kaupendur tekið verðtryggt lán til 20 ára á föstum vöxtum fyrir allt að 85% af kaupverði. Það sem af er þessu ári hefur meðalupphæð íbúðalána hjá Landsbankanum til fyrstu kaupanda verið rúmlega 40 milljónir króna. Fyrir breytingu var lægsta mánaðarlega greiðslubyrði af 40 milljóna króna láni um 225.000 krónur en eftir breytingu verður hún um 273.000 krónur og nemur hækkunin því um 48.000 krónum á mánuði. Hér er miðað við 85% veðhlutfall. Á móti kemur að eignamyndun verður hraðari. Þetta er töluverð hækkun á greiðslubyrði en hvað sýna gögnin okkur um áhrif breytinga á lánaframboði á möguleika fyrstu kaupenda til að komast inn á fasteignamarkaðinn? Á þessu ári hafa hundruðir fyrstu kaupenda komist inn á fasteignamarkaðinn með láni frá Landsbankanum. Flestir þeirra hafa tekið verðtryggð lán og hafa staðist greiðslumat með góðum afgangi. Rúmlega 85% höfðu afgang yfir 60.000 krónum á mánuði og yfir helmingur hafði afgang yfir 150.000 krónum. Veðhlutfall hjá fyrstu kaupendum var að meðaltali um 70%. Hlutfall verðtryggðra lána hefur það sem af er þessu ári verið um 60% og hlutfall óverðtryggðra lána um 40%. Þetta sýnir að breytt lánaframboð hefði ekki haft áhrif á lánsmöguleika yfir 90% þeirra fyrstu kaupenda sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum á þessu ári. Breytingin hefur lítil áhrif á greiðslubyrðarhlutfallið Einnig hefur nokkuð verið rætt um að breytingarnar muni leiða til þess að aðeins hátekjufólk geti keypt sér íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Er þar vísað til þeirrar reglu að greiðslubyrði af láni til fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40% af ráðstöfunartekjum þeirra, samkvæmt reglum Seðlabankans um greiðslubyrðarhlutfall. Við reiknuðum því út hver áhrifin yrðu á fyrstu kaupendur sem eru að kaupa sér íbúð á 65 milljónir króna. Í dag getur slíkur kaupandi tekið lán fyrir allt að 85% af kaupverði, eða rúmlega 55 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði af slíku verðtryggðu láni er um 371.000 krónur. Til þess að standast greiðslumat og uppfylla kröfur Seðlabankans um greiðslubyrðarhlutfall þurfa útborguð laun, hvort sem það er einstaklingur eða par sem er að kaupa, að nema um 825.000 kr. á mánuði. Þetta er töluverð fjárhæð, en hvaða áhrif hafa breytingarnar á lánaframboði bankans á slíkan kaupanda? Fyrir breytingu gat fyrsti kaupandi tekið verðtryggt lán á breytilegum vöxtum til allt að 30 ára, upp að 70% veðhlutfalli og síðan gat hann tekið óverðtryggt lán upp að 85% veðhlutfalli til 25 ára. Samanlögð greiðslubyrði við þær aðstæður var um 307.000 krónur á mánuði. Þrátt fyrir að í þessu dæmi muni um 64.000 krónum á mánaðarlegum greiðslum eru skilyrði um útborguð laun samkvæmt útreiknuðu greiðslubyrðarhlutfalli Seðlabankans nánast þau sömu fyrir og eftir breytingar. Skýringin er aðallega sú að þegar reiknað er út hvort lántaki standist greiðslubyrðarhlutfall Seðlabankans er áfram miðað við verðtryggt lán til 25 ára. Það skal tekið fram að þetta dæmi er sett fram til viðmiðunar. Í greiðslumati er tekið tilliti til ýmissa þátta, s.s. annarra skulda, fjölskyldustærðar, rekstur bíls og fleira. Verðtryggð lán á föstum vöxtum Dómur Hæstaréttar veldur því að bankinn býður að óbreyttu ekki upp á verðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Við viljum engu að síður bjóða fyrstu kaupendum upp á verðtryggð lán til að gera þeim auðveldara að komast inn á markaðinn og eru þau á föstum vöxtum. Til þess að fjármagna verðtryggð útlán gefur bankinn út sértryggð verðtryggð skuldabréf. Þar sem óvíst er hversu mikil eftirspurn verður eftir slíkum skuldabréfum til langs tíma og til að takmarka fastvaxtaáhættu bankans var ákveðið að takmarka framboðið við fyrstu kaupendur. Af sömu ástæðu er lánstíminn takmarkaður við 20 ár. Þurfum lægri verðbólgu og vaxtastig Það er óumdeilt að þegar vaxtastig er hátt eru lán dýrari og greiðslubyrði hærri. Það sem við öll þurfum og viljum er lægri verðbólga, lækkandi vaxtastig og stöðugleiki í framboði íbúða. Við slíkar aðstæður geta fyrstu kaupendur og aðrir tekið næsta skref, fært sig yfir í óverðtryggð lán og aukið eigið fé sitt jafnt og þétt. Þar með styrkist staða þeirra á fasteignamarkaði – hvort sem þau vilja stækka við sig eða minnka eða einfaldlega skapa sér öryggi og svigrúm til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun