Fótbolti

„Eitt­hvað sem við erum ó­vanar eftir Þjóða­deildina“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg skoraði annað marka Íslands gegn Norður-Írlandi ytra.
Ingibjörg skoraði annað marka Íslands gegn Norður-Írlandi ytra. Sýn

Miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði annað marka Íslands í 2-0 sigri á Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Hún var sátt með sigurinn og markið.

„Nokkuð ánægð, fínt skref fyrir okkur. Spila við þjóð þar sem við erum mikla meira með boltann, eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina.“

Ingibjörg var á skotskónum í leiknum, hennar þriðja landsliðsmark í 79 leikjum. Öll þrjú hafa hins vegar komið á síðustu 15 mánuðum.

„Kom flottur bolti frá Karó (Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur). Fannst ég ekki þurfa að gera mikið en að hoppa upp og fá hann í hausinn. Gaman að skora,“ sagði Ingibjörg hógvær.

Klippa: „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“

Þegar blaðamann Sýnar og Vísis bar að garði var Ingibjörg að ræða við Tom Goodall, leikgreinanda liðsins.

„Við getum talað endalaust, alltaf einhver smáatriði sem hægt er að fara betur í. Gaman að hafa einhvern í staffinu sem hefur jafn mikinn áhuga og maður sjálfur. Ekki að hinir hafi ekki áhuga. Við Tom náum vel saman.

Viðtalið við Ingibjörgu má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.

Síðari leikur Íslands og Norður-Írlands fer fram klukkan 18.00 á morgun, þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×