Íslenski boltinn

Birnir frá Akur­eyri í Garða­bæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Birnir lék í bláu með Halmstad og snýr nú aftur í blátt með Garðbæingum.
Birnir lék í bláu með Halmstad og snýr nú aftur í blátt með Garðbæingum. @HalmstadsBK

Birnir Snær Ingason er genginn í raðir Stjörnunnar. Félagið kynnti um skipti hans á samfélagsmiðlum sínum síðdegis.

Birnir Snær lék með KA síðari hluta sumars en hann samdi við Akureyringa í júlí og kom til liðsins frá Halmstad í Svíþjóð.

Stjarnan greindi frá skiptunum á Instagram í dag en Birnir Snær skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Birnir er 28 ára gamall kantmaður og hefur áður leikið fyrir Fjölni, Val, HK og Víking hér á landi en hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins þegar hann varð meistari með Víkingum árið 2023.

Útlit er fyrir að Garðbæingar ætli sér stóra hluti næsta sumar en þeir tryggðu sér Evrópusæti í lokaumferð Bestu deildar karla um helgina þrátt fyrir 3-2 heimatap fyrir Breiðabliki.

KA-menn sjá aftur á móti eftir einum albesta leikmanni liðs síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×