Körfubolti

Jordan gagn­rýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan á árunum með Chicago Bulls þegar hann var besti og vinsælasti körfuboltamaður heims.
Michael Jordan á árunum með Chicago Bulls þegar hann var besti og vinsælasti körfuboltamaður heims. Getty/Bongarts

NBA-goðsögnin Michael Jordan verður nú meira áberandi í umfjöllum um deildina en síðustu áratugi eftir að hann samdi um að koma reglulega fram í nýjum körfuboltaþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni.

Þátturinn heitir „MJ: Insights to Excellence“ og þar mun Jordan segja sína skoðun á því sem er í gangi í NBA-deildinni hverju sinni.

Í nýjasta þættinum gagnrýndi Michael Jordan álagsstjórnun í NBA í dag. Leikmenn missa af mörgum leikjum vegna þess og áhorfendur missa af tækifæri til að sjá hetjurnar spila.

Þegar viðmælandinn Mike Tirico spurði Jordan hvað honum fyndist um hugmyndina um álagsstjórnun fór Jordan ekki felur með skoðanir sínar.

„Fyrst og fremst ætti ekki að vera þörf á slíku,“ sagði Jordan. Hann missti ekki af mörgum leikjum á sínum ferli. Hann lék alla 82 leikina á níu tímabilum og á bilinu 78 til 81 leik á þremur tímabilum til viðbótar. Jordan var með 30,1 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 1072 leikjum í NBA.

„Ég vildi aldrei missa af leik vegna þess að hver leikur var tækifæri til að sýna mig. Ég fann fyrir því að aðdáendurnir væru mættir til að horfa á mig spila. Ég vildi heilla þennan gaur hátt uppi í rjáfrum sem lagði líklega allt í sölurnar til að fá miða eða redda sér pening til að kaupa miðann,“ sagði Jordan.

„Ég veit að hann er líklega að öskra á mig og ég vil þagga niður í honum,“ sagði Jordan. „Þú veist, hann kallar mig alls kyns nöfnum. Ég vil þagga niður í honum með frammistöðu minni. Þú hefur skyldu til að sjá þig, ef þeir vilja sjá þig, og sem skemmtikraft, þá vil ég sýna það. Ekki satt,“ sagði Jordan.

Jordan sagði líka söguna af því að spila með tognaðan ökkla snemma á ferlinum sínum því hann vildi skapa sér nafn. Og margir körfuboltaaðdáendur, sérstaklega þeir sem eru í Utah, muna eftir því sem hann gerði í fimmta leik NBA-úrslitakeppninnar árið 1997.

Jordan er á því að hann hafi verið að glíma við matareitrun þann 11. júní 1997, daginn sem fimmti leikurinn í þeirri seríu gegn Jazz fór fram. Hann var mjög veikur og rúmliggjandi þar til um níutíu mínútum fyrir leik.

Leikurinn er frægur sem „Flensuleikurinn“, en í honum skoraði Jordan 38 stig, leiddi Chicago til sigurs sem þýddi að Bulls var einum sigri frá NBA titlinum. Jordan féll síðan örmagna niður á bringu liðsfélaga síns, Scottie Pippen, í leikslok.

„Ég ætlaði að finna leið til að komast út á gólfið, jafnvel þótt ég væri blekking,“ sagði Jordan. „Ég vissi að þegar ég er kominn úti á gólfið, þá veit maður aldrei hvað gerist. Það næsta sem maður veit af eru tilfinningarnar, aðstæðurnar og þarfir liðsins. Allt þetta fékk mig til að hugsa: „Ég ætla að klára þetta“,“ sagði Jordan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×