Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar 29. október 2025 13:00 Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun