Innherji

Banda­rískir sjóðir fyrir­ferða­mestir þegar Ocu­lis kláraði 110 milljóna dala út­boð

Hörður Ægisson skrifar
Líftæknifyrirtækið Oculis er skráð á markað bæði Nasdaq kauphöllinni í Bandaríkjunum og á Aðalmarkaði hér heima.
Líftæknifyrirtækið Oculis er skráð á markað bæði Nasdaq kauphöllinni í Bandaríkjunum og á Aðalmarkaði hér heima.

Líftæknilyfjafélagið Oculis hefur klárað hlutafjárútboð upp á samtals um 110 milljónir Bandaríkjadala en hið nýja fjármagn kemur nánast alfarið frá erlendum fjárfestingarsjóðum. Fjármögnuninni er ætlað að hraða klínískri þróunarvinnu á einu af þróunarlyfi félagsins við bráðri sjóntaugabólgu en eftir að hafa fengið jákvæða endurgjöf frá FDA fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarískir greinendur verulega verðmat sitt á Oculis.


Tengdar fréttir

Hækka verðmatið um ríflega tvöfalt og telja van­metin tækifæri í lyfja­pípu Ocu­lis

Eftir viðræður við lækna og aðra sérfræðinga um þær niðurstöður sem Oculis kynnti fyrr á árinu úr klínískum rannsóknum á OCS-05, lyf sem gæti veitt taugaverndandi meðferð við sjaldgæfum augnsjúkdómum, hefur bandarískur fjárfestingarbanki hækkað verðmatsgengi sitt á félaginu um meira en tvöfalt. Greinendur hans telja að lyfið, eitt af þremur sem eru í þróun hjá Oculis, sé „verulega vanmetið tækifæri“ og geti eitt og sér mögulega skilað milljörðum dala í tekjum fyrir félagið.

Stækkuðu út­boð Ocu­lis um helming vegna eftir­spurnar er­lendra sjóða

Áhugi sérhæfðra erlendra fjárfestingarsjóða á að fá úthlutað meira magni af bréfum í sinn hlut í hlutafjáraukningu Oculis þýddi að útboðið var stækkað talsvert frá því sem upphaflega var ráðgert þegar líftæknifélagið kláraði jafnvirði um fjórtán milljarða fjármögnun. Erlendir fjárfestar lögðu til rétt ríflega helminginn af þeim fjármunum sem Oculis sótti sér en andvirði þess verður meðal annars nýtt til að hraða klínískri þróun á mögulega byltingarkenndu lyfi sem fékk afar jákvæðar niðurstöður úr rannsóknum í byrjun ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×