Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir og Helga Ögmundardóttir skrifa 31. október 2025 10:30 Lundinn hefur margþætt gildi fyrir okkur Íslendinga. Hann hefur lengi verið hluti af menningararfi þjóðarinnar, veitt innblástur í listum og orðið andagift í sögum og hefðum. Þýðing hans birtist einnig skýrt í ferðaþjónustu þar sem ásýnd hans er orðin tákn landsins, eins og sjá má í „lundabúðum“ víða um land og aðsókn að stöðum þar sem komast má í tæri við lifandi lunda. Þrátt fyrir þetta er staða lundans alvarleg. Þótt lengi hafi verið vitað um hnignun lundastofnsins hefur lítið verið gert til að stöðva þróunina. Langstærstur hluti lundastofnsins verpur á Íslandi, eða um 60% af heimsstofninum. Lundi hefur hér á landi verið á skrá sem tegund í bráðri hættu frá árinu 2018. Meðalstofnvöxtur íslenska lundastofnsins hefur verið undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum að mestu leyti í um 30 ár eða frá árinu 1995. Samdrátturinn stafar einkum af svæðisbundnum viðkomubresti hjá lunda sökum fæðuskorts. Þegar svo háttar til bæta veiðar gráu ofan á svart hvað varðar stöðu stofnsins og eru ósjálfbærar, sem gengur gegn markmiðum laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Ýmsar ógnir Það er þó ekki einungis lundinn sem vert er að beina sjónum að í þessu samhengi. Helstu ógnir við sjófugla eru afföll sem meðafli í veiðarfærum, ofveiði fiskitegunda, ágengar framandi tegundir, veiði, mengun, loftslagsbreytingar, orkumannvirki og fuglaflensa. Flestar tegundir þurfa að kljást við margar af þessum ógnum samtímis yfir ævina. Að auki hafa bæst við nýlegri ógnir svo sem plastmengun í hafi og bein truflun af mannavöldum vegna frístundaiðkunar og náttúruferðamennsku. Þá eru stórfelld áform um byggingu víðfeðmra vindmyllugarða bein ógn ef ekki verður unnið sérstaklega að því að finna og hlífa svæðum sem mikilvæg eru fyrir sjófugla. Í Evrópu er að finna um einn fjórða allra sjófuglategunda í heiminum en staða þeirra veldur áhyggjum þar sem 32 prósent evrópskra sjófuglategunda lendir í hættuflokki samkvæmt samantekt frá BirdLife Europe frá 2024 um stöðu sjófugla í Evrópu. Kjói og æðarfugl hafa verið færð upp á hættustig því kjói hefur sýnt mjög neikvæða stofnþróun innan Evrópu sem talið er líklegt að muni halda áfram í náinni framtíð og gert er ráð fyrir að hnignun æðarstofnsins verði yfir 50 prósent í nánustu framtíð. Veiðitímabilið á Íslandi óvenju langt Ein helsta ógnin sem við getum haft bein og skjót áhrif á er veiði. Í dag eru skotveiðar hér á landi leyfðar á álku, langvíu, stuttnefju og lunda frá 1. september til og með 25. apríl. Háfaveiðar eru leyfðar á sömu tegundum frá 1. júlí til og með 15. ágúst. Teista var friðuð fyrir veiðum árið 2017 vegna fækkunar. Talið er að um 90 prósent af lundaaflanum veiðist í háfa. Ef litið er til stöðu svartfugla á íslenskum válista sést að stuttnefja, lundi og teista lenda í hættuflokkum og langvía telst vera í yfirvofandi hættu. Einungis álka virðist vera tegund sem ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af í dag en hún var þó í yfirvofandi hættu fyrir fáeinum árum. Þrátt fyrir þessa bágu stöðu margra svartfuglastofna er veiðitímabil þessara tegunda á Íslandi óvenju langt samanborið við önnur lönd við Norður-Atlantshaf. Þar fyrir utan hafa rannsóknir leitt í ljós að veiðarnar ná inn á varptíma tegundanna og að veiðar undir lok veiðitímans hafa mun neikvæðari áhrif á stofnstærð en veiðar að hausti. Þá er hér talsvert um magnveiði, einkum vegna þess að svartfuglar eru eftirsóttir á sumum matsölustöðum. Loks má nefna að erfiðlega hefur gengið að koma á verndandi aðgerðum, svo sem veiðibanni og/eða sölubanni, vegna gloppu í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varðandi hlunnindaveiðar. Fjórar aðgerðir „Hvað er þá til ráða?“ kann einhver að spyrja. Nauðsynlegt er að ráðast strax í aðgerðir og vert er að nefna fjóra þætti í því samhengi. Í fyrsta lagi þarf að stytta strax veiðitíma svartfugla í samræmi við fyrirliggjandi gögn þannig að veiðitíma svartfugla ljúki í síðasta lagi 15. janúar. Stytting veiðitíma svartfugla með þessum hætti væri til mikilla bóta í samhengi við sjálfbærni veiða og alþjóðasamninga um náttúruvernd. Hægt er að framkvæma þessa aðgerð þegar í stað. Í öðru lagi þarf að breyta lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum í samræmi við tillögu Náttúruverndarstofnunar, til að hægt sé að grípa til verndandi aðgerða þótt veiðar flokkist sem hlunnindaveiðar. Í þriðja lagi þarf að setja strax sölubann á allar afurðir svartfugla, s.s. kjöt, egg og ham til uppstoppunar og í fjórða lagi þarf að friða lunda fyrir öllum veiðum í að minnsta kosti fimm ár. Að friðunartímabili loknu skuli endurmeta stöðuna. Fylgja verður málum eftir hratt og örugglega Þrátt fyrir slæma stöðu svartfuglastofna hér á landi þá eru jákvæð teikn á lofti þar sem greina má vilja til að brugðist verði við þessu ástandi, bæði alþjóðlega og innanlands. Vinna er í gangi hjá Náttúruverndastofnun við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir lunda. Náttúruverndarstofnun ber ábyrgð á verkefninu og vinnur áætlunina í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og hagsmunaaðila. Einnig vinna stjórnvöld hérlendis að aukinni vernd viðkvæmra og mikilvægra hafsvæða fyrir lífríkið samkvæmt Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework-samningnum sem gerður var í lok árs 2022, en í honum er kveðið á um að ríki skuli vernda 30 prósent haf- og landsvæða fyrir árið 2030. Sá samningur hefur verið undirritaður af fleiri en 200 ríkjum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var skýr í máli á Umhverfisþingi í Hörpu í haust varðandi það að ná þessu markmiði á næstu árum. Slík vernd gæti einmitt haft jákvæð áhrif á sjófuglategundir. Þó er ekki nóg að gefa út fagrar yfirlýsingar eða vera með háleit markmið. Mikilvægt er að fylgja málum eftir – hratt og örugglega. Þess vegna skorar Fuglavernd á ráðherra málaflokksins og önnur stjórnvöld að ráðast strax í aðgerðir svo svartfuglar, þar með taldir lundarnir okkar, geti lifað hér áfram í sátt og samlyndi við okkur mannfólkið. Höfundar: Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Helga Ögmundardóttir stjórnarmaður í Fuglavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fuglar Dýr Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Lundinn hefur margþætt gildi fyrir okkur Íslendinga. Hann hefur lengi verið hluti af menningararfi þjóðarinnar, veitt innblástur í listum og orðið andagift í sögum og hefðum. Þýðing hans birtist einnig skýrt í ferðaþjónustu þar sem ásýnd hans er orðin tákn landsins, eins og sjá má í „lundabúðum“ víða um land og aðsókn að stöðum þar sem komast má í tæri við lifandi lunda. Þrátt fyrir þetta er staða lundans alvarleg. Þótt lengi hafi verið vitað um hnignun lundastofnsins hefur lítið verið gert til að stöðva þróunina. Langstærstur hluti lundastofnsins verpur á Íslandi, eða um 60% af heimsstofninum. Lundi hefur hér á landi verið á skrá sem tegund í bráðri hættu frá árinu 2018. Meðalstofnvöxtur íslenska lundastofnsins hefur verið undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum að mestu leyti í um 30 ár eða frá árinu 1995. Samdrátturinn stafar einkum af svæðisbundnum viðkomubresti hjá lunda sökum fæðuskorts. Þegar svo háttar til bæta veiðar gráu ofan á svart hvað varðar stöðu stofnsins og eru ósjálfbærar, sem gengur gegn markmiðum laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Ýmsar ógnir Það er þó ekki einungis lundinn sem vert er að beina sjónum að í þessu samhengi. Helstu ógnir við sjófugla eru afföll sem meðafli í veiðarfærum, ofveiði fiskitegunda, ágengar framandi tegundir, veiði, mengun, loftslagsbreytingar, orkumannvirki og fuglaflensa. Flestar tegundir þurfa að kljást við margar af þessum ógnum samtímis yfir ævina. Að auki hafa bæst við nýlegri ógnir svo sem plastmengun í hafi og bein truflun af mannavöldum vegna frístundaiðkunar og náttúruferðamennsku. Þá eru stórfelld áform um byggingu víðfeðmra vindmyllugarða bein ógn ef ekki verður unnið sérstaklega að því að finna og hlífa svæðum sem mikilvæg eru fyrir sjófugla. Í Evrópu er að finna um einn fjórða allra sjófuglategunda í heiminum en staða þeirra veldur áhyggjum þar sem 32 prósent evrópskra sjófuglategunda lendir í hættuflokki samkvæmt samantekt frá BirdLife Europe frá 2024 um stöðu sjófugla í Evrópu. Kjói og æðarfugl hafa verið færð upp á hættustig því kjói hefur sýnt mjög neikvæða stofnþróun innan Evrópu sem talið er líklegt að muni halda áfram í náinni framtíð og gert er ráð fyrir að hnignun æðarstofnsins verði yfir 50 prósent í nánustu framtíð. Veiðitímabilið á Íslandi óvenju langt Ein helsta ógnin sem við getum haft bein og skjót áhrif á er veiði. Í dag eru skotveiðar hér á landi leyfðar á álku, langvíu, stuttnefju og lunda frá 1. september til og með 25. apríl. Háfaveiðar eru leyfðar á sömu tegundum frá 1. júlí til og með 15. ágúst. Teista var friðuð fyrir veiðum árið 2017 vegna fækkunar. Talið er að um 90 prósent af lundaaflanum veiðist í háfa. Ef litið er til stöðu svartfugla á íslenskum válista sést að stuttnefja, lundi og teista lenda í hættuflokkum og langvía telst vera í yfirvofandi hættu. Einungis álka virðist vera tegund sem ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af í dag en hún var þó í yfirvofandi hættu fyrir fáeinum árum. Þrátt fyrir þessa bágu stöðu margra svartfuglastofna er veiðitímabil þessara tegunda á Íslandi óvenju langt samanborið við önnur lönd við Norður-Atlantshaf. Þar fyrir utan hafa rannsóknir leitt í ljós að veiðarnar ná inn á varptíma tegundanna og að veiðar undir lok veiðitímans hafa mun neikvæðari áhrif á stofnstærð en veiðar að hausti. Þá er hér talsvert um magnveiði, einkum vegna þess að svartfuglar eru eftirsóttir á sumum matsölustöðum. Loks má nefna að erfiðlega hefur gengið að koma á verndandi aðgerðum, svo sem veiðibanni og/eða sölubanni, vegna gloppu í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varðandi hlunnindaveiðar. Fjórar aðgerðir „Hvað er þá til ráða?“ kann einhver að spyrja. Nauðsynlegt er að ráðast strax í aðgerðir og vert er að nefna fjóra þætti í því samhengi. Í fyrsta lagi þarf að stytta strax veiðitíma svartfugla í samræmi við fyrirliggjandi gögn þannig að veiðitíma svartfugla ljúki í síðasta lagi 15. janúar. Stytting veiðitíma svartfugla með þessum hætti væri til mikilla bóta í samhengi við sjálfbærni veiða og alþjóðasamninga um náttúruvernd. Hægt er að framkvæma þessa aðgerð þegar í stað. Í öðru lagi þarf að breyta lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum í samræmi við tillögu Náttúruverndarstofnunar, til að hægt sé að grípa til verndandi aðgerða þótt veiðar flokkist sem hlunnindaveiðar. Í þriðja lagi þarf að setja strax sölubann á allar afurðir svartfugla, s.s. kjöt, egg og ham til uppstoppunar og í fjórða lagi þarf að friða lunda fyrir öllum veiðum í að minnsta kosti fimm ár. Að friðunartímabili loknu skuli endurmeta stöðuna. Fylgja verður málum eftir hratt og örugglega Þrátt fyrir slæma stöðu svartfuglastofna hér á landi þá eru jákvæð teikn á lofti þar sem greina má vilja til að brugðist verði við þessu ástandi, bæði alþjóðlega og innanlands. Vinna er í gangi hjá Náttúruverndastofnun við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir lunda. Náttúruverndarstofnun ber ábyrgð á verkefninu og vinnur áætlunina í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og hagsmunaaðila. Einnig vinna stjórnvöld hérlendis að aukinni vernd viðkvæmra og mikilvægra hafsvæða fyrir lífríkið samkvæmt Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework-samningnum sem gerður var í lok árs 2022, en í honum er kveðið á um að ríki skuli vernda 30 prósent haf- og landsvæða fyrir árið 2030. Sá samningur hefur verið undirritaður af fleiri en 200 ríkjum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var skýr í máli á Umhverfisþingi í Hörpu í haust varðandi það að ná þessu markmiði á næstu árum. Slík vernd gæti einmitt haft jákvæð áhrif á sjófuglategundir. Þó er ekki nóg að gefa út fagrar yfirlýsingar eða vera með háleit markmið. Mikilvægt er að fylgja málum eftir – hratt og örugglega. Þess vegna skorar Fuglavernd á ráðherra málaflokksins og önnur stjórnvöld að ráðast strax í aðgerðir svo svartfuglar, þar með taldir lundarnir okkar, geti lifað hér áfram í sátt og samlyndi við okkur mannfólkið. Höfundar: Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Helga Ögmundardóttir stjórnarmaður í Fuglavernd.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun