Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. nóvember 2025 21:13 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra ræddi óvissuna á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Sýnar í kvöld en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mætti þangað til að ræða miklar vendingar á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtadómsins svonefnda. Óvissunni hefur verið lýst sem sögulegri og kynnti ríkisstjórnin á dögunum húsnæðispakka, þar sem aðgerðum hefur ýmist verið fagnað eða þær gagnrýndar. Í kvöldfréttum Sýnar er Daði meðal annars spurður að því hvort hann telji að ríkisstjórnin hafi gert nóg til þess að peningastefnunefnd Seðlabankans geti lækkað vexti. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Stýrivöxtum var haldið óbreyttum þegar síðasta ákvörðun var kynnt í október og eru nú 7,5 prósent. Vendingar ættu að flýta ferlinu „Við höfum auðvitað lagt fram alveg skýrt plan um það að ná rekstri ríkisins yfir núllið og við erum á mjög góðri leið með það með fjármálunum sem núna liggja fyrir þinginu. Það er hinsvegar alltaf vandasamt að beita ríkisfjármálunum, þess vegna hefur Seðlabankinn þetta hlutverk að stýra eftirspurn í gegnum vaxtaákvarðanir,“ segir Daði í kvöldfréttum. „Ég hef tjáð mig um það áður og ég tel það einsýnt að þær vendingar sem við höfum séð, bæði þessi dómur og líka áföll eins og til dæmis lokunin hjá Norðuráli verði til þess að það flýti ferlinu og ferlið verði brattara. Hvort það hefjist síðan í nóvember, Seðlabankinn er sjálfstæður en eigum við ekki að segja: Staðan hefur breyst og talar mjög fyrir því að vextir lækki fyrr og lækki meira.“ Megi ekki hindra fyrstu kaupendur Daði segist deila áhyggjum af óvissunni sem uppi er á lánamarkaði vegna vaxtadómsins. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafi þegar brugðist við. Þá lýsti stjórnarformaður Húseigendafélagsins yfir áhyggjum af því í dag að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. „Það er ekki markmið okkar að hafa neinar slíkar neikvæðar afleiðingar og auðvitað förum við það vandlega í útfærslunni að það verði ekki. Meginmarkmiðið er nú samt að tryggja framboð og við höfum séð það að það hefur verið töluvert mikið framboð á fasteignamarkaði en eignirnar sem hafa verið til sölu eru ekki eignirnar sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Daði. Litlar íbúðir séu vinsælastar meðal fyrstu kaupenda. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir því að eignast þær sem bara fjárfestingakost til þess að koma þeim í útleigu. Það má ekki verða til þess að fólk komist ekki út á fasteignamarkaðinn. Séreignastefnan er eitthvað sem þessi stjórnvöld styðja eindregið og hefur reynst Íslendingum vel.“ Hann segir mikilvægt að tryggja framboð á fasteignamarkaði. Núverandi kæling megi ekki verða til þess að uppbygging stöðvist. „Það hefur gerst í fortíðinni og á endanum fáum við það í bakið með miklum hækkunum þegar aftur hægist um. Það má ekki gerast núna, þess vegna er mjög mikilvægt að við erum að vinna á framboðshliðinni en líka að reyna að reyna að tryggja það að óvissunni á markaðnum sé eytt og í því markmiði að setja þessi vaxtaviðmið.“ Húsnæðismál Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Sýnar í kvöld en Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mætti þangað til að ræða miklar vendingar á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtadómsins svonefnda. Óvissunni hefur verið lýst sem sögulegri og kynnti ríkisstjórnin á dögunum húsnæðispakka, þar sem aðgerðum hefur ýmist verið fagnað eða þær gagnrýndar. Í kvöldfréttum Sýnar er Daði meðal annars spurður að því hvort hann telji að ríkisstjórnin hafi gert nóg til þess að peningastefnunefnd Seðlabankans geti lækkað vexti. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Stýrivöxtum var haldið óbreyttum þegar síðasta ákvörðun var kynnt í október og eru nú 7,5 prósent. Vendingar ættu að flýta ferlinu „Við höfum auðvitað lagt fram alveg skýrt plan um það að ná rekstri ríkisins yfir núllið og við erum á mjög góðri leið með það með fjármálunum sem núna liggja fyrir þinginu. Það er hinsvegar alltaf vandasamt að beita ríkisfjármálunum, þess vegna hefur Seðlabankinn þetta hlutverk að stýra eftirspurn í gegnum vaxtaákvarðanir,“ segir Daði í kvöldfréttum. „Ég hef tjáð mig um það áður og ég tel það einsýnt að þær vendingar sem við höfum séð, bæði þessi dómur og líka áföll eins og til dæmis lokunin hjá Norðuráli verði til þess að það flýti ferlinu og ferlið verði brattara. Hvort það hefjist síðan í nóvember, Seðlabankinn er sjálfstæður en eigum við ekki að segja: Staðan hefur breyst og talar mjög fyrir því að vextir lækki fyrr og lækki meira.“ Megi ekki hindra fyrstu kaupendur Daði segist deila áhyggjum af óvissunni sem uppi er á lánamarkaði vegna vaxtadómsins. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafi þegar brugðist við. Þá lýsti stjórnarformaður Húseigendafélagsins yfir áhyggjum af því í dag að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. „Það er ekki markmið okkar að hafa neinar slíkar neikvæðar afleiðingar og auðvitað förum við það vandlega í útfærslunni að það verði ekki. Meginmarkmiðið er nú samt að tryggja framboð og við höfum séð það að það hefur verið töluvert mikið framboð á fasteignamarkaði en eignirnar sem hafa verið til sölu eru ekki eignirnar sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Daði. Litlar íbúðir séu vinsælastar meðal fyrstu kaupenda. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir því að eignast þær sem bara fjárfestingakost til þess að koma þeim í útleigu. Það má ekki verða til þess að fólk komist ekki út á fasteignamarkaðinn. Séreignastefnan er eitthvað sem þessi stjórnvöld styðja eindregið og hefur reynst Íslendingum vel.“ Hann segir mikilvægt að tryggja framboð á fasteignamarkaði. Núverandi kæling megi ekki verða til þess að uppbygging stöðvist. „Það hefur gerst í fortíðinni og á endanum fáum við það í bakið með miklum hækkunum þegar aftur hægist um. Það má ekki gerast núna, þess vegna er mjög mikilvægt að við erum að vinna á framboðshliðinni en líka að reyna að reyna að tryggja það að óvissunni á markaðnum sé eytt og í því markmiði að setja þessi vaxtaviðmið.“
Húsnæðismál Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira