Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2025 11:28 Dick Cheney árið 2015. EPA Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Yfirtaka Donalds Trump á Repúblikanaflokknum varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni. Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Yfirtaka Donalds Trump á Repúblikanaflokknum varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira