Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þróunarsamvinna Jarðhiti Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að hugsa til þess í dag að Ísland var flokkað sem þróunarland allt fram til ársins 1976. Það var einmitt um sama leyti sem Íslendingar fóru að hugsa um hvernig þeir gætu sem best stuðlað að þróun og aukinni velsæld úti í hinum stóra heimi, sem veitandi í þróunarsamvinnu. Niðurstaðan á þeim tíma var að deila þekkingu á sviðum sem voru undirstaða framþróunar á Íslandi með sérfræðingum í þróunarlöndunum, sem voru í lykilaðstöðu til að hrinda breytingum í framkvæmd heima fyrir. Íslenskir sérfræðingar höfðu þegar starfað fyrir alþjóðleg verkefni, m.a. á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála og árið 1978 var Jarðhitaskólinn stofnaður. Hann starfaði allt til loka ársins 2019 hjá Orkustofnun sem hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en var þá fluttur til ÍSOR og er nú einn af fjórum skólum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ráðuneytisstofnun í utanríkisráðuneytinu. Hinir GRÓ skólarnir starfa á sviðum sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Allt eru þetta geirar sem skiptu lykilmáli við framþróun Íslands og þar sem við búum yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu. Nú, tæpum fimm áratugum síðar hafa rúmlega 1.800 sérfræðingar útskrifast frá GRÓ skólunum fjórum, þar af rúmlega 800 úr Jarðhitaskólanum. Þá hafa 117 lokið meistarprófi frá íslenskum háskólum og 24 doktorsprófi með styrkveitingu frá skólunum. Í dag verður hleypt af stokkunum viðburðaröð sem utanríkisráðuneytið og GRÓ halda í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem kastljósinu verður beint að áhrifum starfsins. Jarðhitaskóli GRÓ verður viðfangsefni þessa fyrsta fundar og munu nemendurnir sjálfir vera þar í forgrunni og segja frá því hvernig þjálfunin sem þeir hlutu á Íslandi hefur nýst þeim við að stuðla að þróun jarðhitanotkunar í heimalöndum þeirra. Kenía sjötta stærsta jarðhitaland í heimi Kenía er stærsta samstarfsland Jarðhitaskóla GRÓ, en allt frá árinu 1982 hafa rúmlega 160 jarðhitasérfræðingar hlotið þjálfun við skólann og hafa þeir verið í lykilhlutverkum við þróun jarðhita í heimalandi sínu. Kenía er í dag sjötta stærsta jarðhitaland í heimi, þegar horft er til uppsetts afls. Landið hefur þannig tekið fram úr Íslandi, sem er í níunda sæti á sama lista. Segja má að margfeldisáhrif séu einnig af þjálfuninni því í dag starfa Kenía og Ísland saman að því að halda styttri námskeið fyrir lönd í Austur-Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum. Það sama er uppi á teningnum í El Salvador, sem einnig er eitt af stærstu samstarfslöndum skólans. Þar standa heimamenn fyrir fræðslu, í samstarfi við Jarðhitaskólann, fyrir nágrannalöndin í M- og S-Ameríku, byggt á reynslu þeirra af Jarðhitaskólanum. Kína er næststærsta samstarfsland skólans, með 92 nemendur útskrifaða. Landið er í dag stærsti notandi jarðhita á heimsvísu hvað varðar húshitun en nemendur skólans hafa verið í lykilhlutverki við þá uppbyggingu og heilu hverfin í Kína eru nú hituð upp með jarðhita. Dæmin um árangur eru óteljandi og á viðburðinum í dag mun gefast kostur á að heyra nemendur sjálfa lýsa því hvernig þau hafa nýtt þjálfunina til góðra verka heima fyrir. Það er mikilvægt að segja þessar sögur og varpa ljósi á árangur þróunarsamvinnu. Ekki síst nú á tímum þegar skautun hefur aukist í umræðu um alþjóðamál og stór framlagsríki hafa skorið niður fjármagn sem veitt er til þróunarmála. Ísland naut sjálft styrkja sem nýttust við innviðauppbyggingu hér á landi á síðustu öld. Í dag er það bæði skylda okkar og forréttindi að geta stutt við þróun og uppbyggingu mikilvægra innviða í öðrum löndum, veitt mannúðaraðstoð og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að standa vörð um mannréttindi, eins og við gerum í gegnum okkar alþjóðastarf, þ.m.t. þróunarsamvinnu. GRÓ skólarnir fjórir eru mikilvægur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og ég vil hvetja allt áhugafólk um alþjóðastarf, þróunarsamvinnu og orkumál til að sækja fundinn og heyra beint frá nemendum hvernig stuðningur Íslands við þróunarlönd sem búa yfir jarðhitaauðlindum hefur stuðlað að aukinni jarðhitanýtingu á heimsvísu. Þannig hefur Ísland stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og stuðlað að bættum efnahag og aukinni velsæld. Höfundur er utanríkisráðherra. Fundurinn í dag fer fram kl. 12 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun