Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Byggðamál Sæunn Gísladóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir. Í þessari viku tók ég sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í sveitarfélaginu mínu Fjallabyggð og á flestum sambærilegum stöðum í kjördæminu búum við vel, þar eru öflugir skólar og góð heilbrigðisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðiþjónustu þurfa íbúarnir að sækja annars staðar, en miðað við mörg byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins standa samfélögin í kjördæminu óvenju vel. Staðan er góð en hún er samt brothætt - eins og staðan í atvinnumálum Húsvíkinga í dag kennir okkur. Það má lítið bregða út af og það á ekki bara við um rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eru mikilvæg sínum samfélögum. Í litlum samfélögum getur hver einstaklingur leikið stórt hlutverk. Það þarf til dæmis bara einn læknir að flytja annað til þess að mönnun á heilbrigðisstofnuninni fari í uppnám og ef einn leikskólakennari fer í veikindaleyfi getur það haft áhrif á vistunartíma allra barna. Ísland er mjög óvenjulegt þegar kemur að dreifingu byggðar, um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og heil 80% í klukkutíma akstursfjarlægð frá því. Svona óvenju hátt hlutfall íbúa í höfuðborg er mjög sjaldgæft og er aðeins að finna í nokkrum löndum á borð við Djíbútí og Katar. Mér finnst að við megum alveg staldra við aðeins oftar og velta því fyrir okkur hvort þetta sé æskileg þróun. Þetta leiðir meðal annars til mikils þrýstings á fasteignaverð á litlu svæði, umferðaröngþveitis og biðlista eftir þjónustu á borð við leikskóla. Staðreyndin er sú að svona stór hluti þjóðarinnar vill ekkert endilega búa á Suðvesturhorninu heldur neyðist til þess, sökum atvinnutækifæra og/eða þjónustu á svæðinu. Í löndum sem við berum okkur saman við á borð við Noreg er gripið inn í þegar þróunin fer að fara í þessa óæskilegu átt. Við eigum að vera óhrædd við að feta svipaða braut. Við eigum að viðhalda alvöru búsetustefnu og bæta innviði til að stuðla að búsetufrelsi um allt land. Í þessu felst meðal annars að rjúfa kyrrstöðuna sem hefur ríkt og hefja jarðgangnagerð í landinu að nýju. Jarðgöng eru hins vegar tímafrek í framkvæmd og því ættum við ekki að hika við að nýta þær leiðir sem nú þegar standa til boða til þess að bæta innviði utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig ættum við að nýta þær leiðir sem nú þegar eru heimildir fyrir í lögum, til dæmis námslánaafsláttinn sem þegar hefur verið skrifaður inn í lög um Menntasjóð námsmanna, þegar skortur er á sérfræðingum á landsbyggðinni. Ég hvet stjórnvöld til að virkja þessar sérstöku ívilnanir í námslánakerfinu, til að tryggja að sérhæfðar stéttir eins og heilbrigðisstarfsfólk sjái sér hag í að búa vítt og breitt um landið. Allir landsmenn eiga skilið að fá að velja sér búsetu eftir fremsta megni og við ættum að stuðla að því! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun