Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2025 11:12 Þóroddur telur að auðvelt væri að viðhalda ódýrum og hagkvæmum almenningssamgöngum til Keflavíkurflugvallar. Bylgjan Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir Isavia einungis telja það hlutverk sitt að hámarka tekjur af samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Því sé svo dýrt að leggja þar og ferðast til og frá flugvellinum með almenningssamgöngum. Hann segir það þvert á eigendastefnu Isavia þar sem kveðið er á um að félagið eigi að tryggja hagkvæmar og ódýrar samgöngur. Isavia segir þessi ákvæði pólitísk afskipti af rekstrinum. Þóroddur hefur rannsakað aðgengi að Keflavíkurflugvelli í samhengi við eigendastefnu Isavia. Þóroddur fjallaði um rannsókn sína í Þjóðarspegli Háskóla Íslands í síðustu viku og var til viðtals um það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þóroddur segir Íslendinga búa að góðum flugsamgöngum. Ef það væru ekki ferðamenn á Íslandi væru samt sem áður líklega um átta flug á dag en vegna fjölda ferðamanna séu þeir miklu fleiri. Við séum því afar vel tengd við umheiminn en það erfiðasta við ferðina sé þó, fyrir marga, að komast upp á flugvöll eða frá honum. Hann segist hafa fengið hugmyndina að rannsókninni þegar hann var með öðrum að skoða beint flug frá Akureyri og flugsamgöngur almennt. Það sé mikill munur á því hversu oft fólk kemst til útlanda eftir því hvar það býr. Á höfuðborgarsvæðinu sé að meðaltali tvær og hálf ferð en fyrir utan suðvesturhornið sé það um ein ferð. Eitt af því sem geri fólki erfitt fyrir sé ferðin til Keflavíkur. Kostnaður við að taka leigubíl til eða frá Keflavíkurflugvelli er um 20 til 25 þúsund.Vísir/Anton Brink „Ef þú værir á Reyðarfirði þyrftirðu að keyra upp á Egilsstaði, þú þyrftir að borga tuttugu þúsund kall fyrir að skilja bílinn eftir á malarstæði þar, svo þyrftirðu að fljúga suður sem er nógu dýrt,“ segir Þóroddur. Niðurstaðan af skoðuninni á aðgengi fólks á landsbyggðinni að Keflavíkurflugvelli hafi svo leitt til þess að það sama gildi í raun um fólk á höfuðborgarsvæðinu. Það sé dýrt og tímafrekt fyrir alla að koma sér þangað. Skylda að reka ríkisfyrirtæki vel Hann segir skýrt í eigendastefnu ríkisfyrirtækja að það eigi að reka ríkisfyrirtæki vel og það sé sérstakt ákvæði hjá Isavia, í eigendastefnu, að það eigi að tryggja ódýrar og hagkvæmar samgöngur og góðar tengingar við almenningssamgöngur. „Þeir gera þetta ekki og segja þetta pólitísk afskipti af sinni starfsemi, að þetta sé í eigendastefnunni,“ segir Þóroddur og að rekstraraðilar Isavia líti því frekar á sitt hlutverk að þeirra skylda sé að hafa sem mestar tekjur af samgöngum við flugvöllinn. Vilji fólk gera það sé það gert með því að hafa kostnað við lagningu á bílastæðum langt umfram kostnaðarverð, rukka leigubíla sem taka upp farþega og rútufyrirtæki á farþega, og hversu nálægt þeir leggja. Fyrirkomulagið í rútunni sé til dæmis þannig að þegar fólk kemur úr flugi og ætlar í rútunni heim getur það þurft að bíða í allt að klukkustund því rútan þurfi að vera full svo henni sé ekið í bæinn því það er svo dýrt að fara frá Keflavíkurflugvelli. Sé fólk að skutla fólki þá hefur það fimm mínútur í boganum að vellinum og umfram það er kostnaður um 500 krónur á mínútu. Sé biðröð getur biðin auðveldlega kostað fimm þúsund krónur. Í verðskrá Isavia kemur fram að í P1 eru fyrstu 15 mínúturnar ókeypis, fyrsta klukkustundin á 790 og svo hver klukkustund eftir það á 990. Heill dagur er á 7.900 krónur. Í P2, þar sem er sótt úr flugi, eru fyrstu 30 mínútur ókeypis, fyrsta klukkustund á 690 og svo hver klukkustund á 890 krónur. Dagurinn er á 7.200. Í P3 eru fyrstu 15 mínútur ókeypis, heill dagur á 2.490, hver dagur eftir átta daga á 1.950 krónur og hver dagur eftir 16 daga á 1.790. Flugrútan kostar frá flugvellinum og að BSÍ 3.999 krónur fyrir fullorðinn, 2.000 fyrir 5 til 15 ára en ókeypis er fyrir yngri en sex ára. Dýrara er fyrir hvern ef ákveðið hótel eða áfangastaður er valinn. Sem dæmi kostar 5.199 krónur að fara beint á Reykjavíkurflugvöll fyrir fullorðinn og 2.600 fyrir eldri en fimm ára. Vilji fólk taka strætó kostar ferðin 2.400 fyrir fullorðna, 1.200 fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja og er ókeypis fyrir börn yngri en tólf ára. Farþegum sem taka Strætó frá höfuðborgarsvæðinu til Leifsstöðvar er hleypt út við inngang flugstöðvarinnar en komufarþegar sem ætla að fara frá Leifsstöð til höfuðborgarsvæðisins þurfa að nota biðstöð Strætó við Kjóavelli, en hún er brottfararmegin við flugstöðina. Miðað við tímatöflu er fyrsta brottför frá flugvellinum klukkan 6.20 og fyrsta frá BSÍ klukkan 07:40. Síðasta brottför frá BSÍ er 19:57 og síðasta brottför frá flugvellinum klukkan 22:55. Þóroddur segir skipta máli í þessu samhengi að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af fyrirtækjum eins og Isavia sem eru ohf. Til að koma í veg fyrir það sé sett eigendastefna sem sé pólitísk en það séu ekki pólitísk afskipti. Hann segir Isavia alveg geta sett í útboðsskilmála fyrir rútuferðir að hún fari á tuttugu mínútna fresti en að rútufyrirtækin myndu ekki fá mikið út úr því. Strætó falinn Þóroddur framkvæmdi spurningakönnun í tengslum við rannsókn sína og spurði hvernig fólk fari upp á völl. Niðurstaðan hafi sýnt að aðeins um 0,5 prósent taki strætisvagn, enda sé hann vandlega falinn og tímatöflur ekki í samræmi við flug. Sé horft á fjölda bílferða Íslendinga til og frá vellinum séu þær um milljón og það sé bæði skutl og ferðir fólks sem geymir bílinn á bílastæðum. „Að sjálfsögðu gætum við með þeim fjölda haldið uppi almenningssamgöngum sem væru ódýrar og þægilegar, en þær myndu ekki skila jafn miklum tekjum,“ segir Þóroddur. Á kortinu sést hvert fólk þarf að ganga til að taka Strætó frá Keflavíkurflugvelli. Google Maps Hann segir þetta ekki skipta máli þegar fólk á peninga. Þegar tekjur fólks eru skoðaðar fari lægsti fjórðungurinn að meðaltali eina og hálfa ferð á ári en hæsti fjórðungurinn þrjár og hálfa. Hann segir utanlandsferðir lífsgæði. Þóroddur segir flesta sammála um að þetta sé flöskuháls og það skilji enginn af hverju þetta þurfi að vera svona. Samgöngurnar til útlanda séu svo rosalega góðar og að auki við þessar ferðir Íslendinga séu hér ferðamenn sem geti auðveldlega haldið uppi mjög ódýrum og góðum samgöngum. Safna fyrir malbiki Þóroddur segir í þessu samhengi að kostnaður við að leggja á malarbílastæðinu við Egilsstaðaflugvöll sé um tuttugu þúsund vegna þess að flugvöllurinn er að safna sér fyrir malbiki. Hann segir kerfið sams konar í Noregi, þar sé fyrirtæki sem svipi til Isavia sem reki flugvellina, en þar sé fyrirkomulagið þannig að hagnaður fjögurra stærstu flugvallanna haldi uppi hinum 28. Það sé litið á það sem þeirra sameiginlegt hlutverk að fólk komist til og frá. Hann segir Isavia heiðarlegt með það að þeirra hlutverk sé að reka Keflavíkurflugvöll og skila sem mestum arði og sé talað um að það sé erfitt að komast þangað sé það samfélagslegt vandamál sem komi þeim ekki beint við. Þeirra eina hlutverk sé að fá sem mestar tekjur. Keflavíkurflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Isavia Fréttir af flugi Samgöngur Strætó Leigubílar Bítið Bílastæði Tengdar fréttir Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna. 24. október 2025 12:34 Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. 19. október 2025 13:45 Lagning gjaldþrota Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. 26. september 2025 13:58 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Hann segir það þvert á eigendastefnu Isavia þar sem kveðið er á um að félagið eigi að tryggja hagkvæmar og ódýrar samgöngur. Isavia segir þessi ákvæði pólitísk afskipti af rekstrinum. Þóroddur hefur rannsakað aðgengi að Keflavíkurflugvelli í samhengi við eigendastefnu Isavia. Þóroddur fjallaði um rannsókn sína í Þjóðarspegli Háskóla Íslands í síðustu viku og var til viðtals um það í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þóroddur segir Íslendinga búa að góðum flugsamgöngum. Ef það væru ekki ferðamenn á Íslandi væru samt sem áður líklega um átta flug á dag en vegna fjölda ferðamanna séu þeir miklu fleiri. Við séum því afar vel tengd við umheiminn en það erfiðasta við ferðina sé þó, fyrir marga, að komast upp á flugvöll eða frá honum. Hann segist hafa fengið hugmyndina að rannsókninni þegar hann var með öðrum að skoða beint flug frá Akureyri og flugsamgöngur almennt. Það sé mikill munur á því hversu oft fólk kemst til útlanda eftir því hvar það býr. Á höfuðborgarsvæðinu sé að meðaltali tvær og hálf ferð en fyrir utan suðvesturhornið sé það um ein ferð. Eitt af því sem geri fólki erfitt fyrir sé ferðin til Keflavíkur. Kostnaður við að taka leigubíl til eða frá Keflavíkurflugvelli er um 20 til 25 þúsund.Vísir/Anton Brink „Ef þú værir á Reyðarfirði þyrftirðu að keyra upp á Egilsstaði, þú þyrftir að borga tuttugu þúsund kall fyrir að skilja bílinn eftir á malarstæði þar, svo þyrftirðu að fljúga suður sem er nógu dýrt,“ segir Þóroddur. Niðurstaðan af skoðuninni á aðgengi fólks á landsbyggðinni að Keflavíkurflugvelli hafi svo leitt til þess að það sama gildi í raun um fólk á höfuðborgarsvæðinu. Það sé dýrt og tímafrekt fyrir alla að koma sér þangað. Skylda að reka ríkisfyrirtæki vel Hann segir skýrt í eigendastefnu ríkisfyrirtækja að það eigi að reka ríkisfyrirtæki vel og það sé sérstakt ákvæði hjá Isavia, í eigendastefnu, að það eigi að tryggja ódýrar og hagkvæmar samgöngur og góðar tengingar við almenningssamgöngur. „Þeir gera þetta ekki og segja þetta pólitísk afskipti af sinni starfsemi, að þetta sé í eigendastefnunni,“ segir Þóroddur og að rekstraraðilar Isavia líti því frekar á sitt hlutverk að þeirra skylda sé að hafa sem mestar tekjur af samgöngum við flugvöllinn. Vilji fólk gera það sé það gert með því að hafa kostnað við lagningu á bílastæðum langt umfram kostnaðarverð, rukka leigubíla sem taka upp farþega og rútufyrirtæki á farþega, og hversu nálægt þeir leggja. Fyrirkomulagið í rútunni sé til dæmis þannig að þegar fólk kemur úr flugi og ætlar í rútunni heim getur það þurft að bíða í allt að klukkustund því rútan þurfi að vera full svo henni sé ekið í bæinn því það er svo dýrt að fara frá Keflavíkurflugvelli. Sé fólk að skutla fólki þá hefur það fimm mínútur í boganum að vellinum og umfram það er kostnaður um 500 krónur á mínútu. Sé biðröð getur biðin auðveldlega kostað fimm þúsund krónur. Í verðskrá Isavia kemur fram að í P1 eru fyrstu 15 mínúturnar ókeypis, fyrsta klukkustundin á 790 og svo hver klukkustund eftir það á 990. Heill dagur er á 7.900 krónur. Í P2, þar sem er sótt úr flugi, eru fyrstu 30 mínútur ókeypis, fyrsta klukkustund á 690 og svo hver klukkustund á 890 krónur. Dagurinn er á 7.200. Í P3 eru fyrstu 15 mínútur ókeypis, heill dagur á 2.490, hver dagur eftir átta daga á 1.950 krónur og hver dagur eftir 16 daga á 1.790. Flugrútan kostar frá flugvellinum og að BSÍ 3.999 krónur fyrir fullorðinn, 2.000 fyrir 5 til 15 ára en ókeypis er fyrir yngri en sex ára. Dýrara er fyrir hvern ef ákveðið hótel eða áfangastaður er valinn. Sem dæmi kostar 5.199 krónur að fara beint á Reykjavíkurflugvöll fyrir fullorðinn og 2.600 fyrir eldri en fimm ára. Vilji fólk taka strætó kostar ferðin 2.400 fyrir fullorðna, 1.200 fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja og er ókeypis fyrir börn yngri en tólf ára. Farþegum sem taka Strætó frá höfuðborgarsvæðinu til Leifsstöðvar er hleypt út við inngang flugstöðvarinnar en komufarþegar sem ætla að fara frá Leifsstöð til höfuðborgarsvæðisins þurfa að nota biðstöð Strætó við Kjóavelli, en hún er brottfararmegin við flugstöðina. Miðað við tímatöflu er fyrsta brottför frá flugvellinum klukkan 6.20 og fyrsta frá BSÍ klukkan 07:40. Síðasta brottför frá BSÍ er 19:57 og síðasta brottför frá flugvellinum klukkan 22:55. Þóroddur segir skipta máli í þessu samhengi að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af fyrirtækjum eins og Isavia sem eru ohf. Til að koma í veg fyrir það sé sett eigendastefna sem sé pólitísk en það séu ekki pólitísk afskipti. Hann segir Isavia alveg geta sett í útboðsskilmála fyrir rútuferðir að hún fari á tuttugu mínútna fresti en að rútufyrirtækin myndu ekki fá mikið út úr því. Strætó falinn Þóroddur framkvæmdi spurningakönnun í tengslum við rannsókn sína og spurði hvernig fólk fari upp á völl. Niðurstaðan hafi sýnt að aðeins um 0,5 prósent taki strætisvagn, enda sé hann vandlega falinn og tímatöflur ekki í samræmi við flug. Sé horft á fjölda bílferða Íslendinga til og frá vellinum séu þær um milljón og það sé bæði skutl og ferðir fólks sem geymir bílinn á bílastæðum. „Að sjálfsögðu gætum við með þeim fjölda haldið uppi almenningssamgöngum sem væru ódýrar og þægilegar, en þær myndu ekki skila jafn miklum tekjum,“ segir Þóroddur. Á kortinu sést hvert fólk þarf að ganga til að taka Strætó frá Keflavíkurflugvelli. Google Maps Hann segir þetta ekki skipta máli þegar fólk á peninga. Þegar tekjur fólks eru skoðaðar fari lægsti fjórðungurinn að meðaltali eina og hálfa ferð á ári en hæsti fjórðungurinn þrjár og hálfa. Hann segir utanlandsferðir lífsgæði. Þóroddur segir flesta sammála um að þetta sé flöskuháls og það skilji enginn af hverju þetta þurfi að vera svona. Samgöngurnar til útlanda séu svo rosalega góðar og að auki við þessar ferðir Íslendinga séu hér ferðamenn sem geti auðveldlega haldið uppi mjög ódýrum og góðum samgöngum. Safna fyrir malbiki Þóroddur segir í þessu samhengi að kostnaður við að leggja á malarbílastæðinu við Egilsstaðaflugvöll sé um tuttugu þúsund vegna þess að flugvöllurinn er að safna sér fyrir malbiki. Hann segir kerfið sams konar í Noregi, þar sé fyrirtæki sem svipi til Isavia sem reki flugvellina, en þar sé fyrirkomulagið þannig að hagnaður fjögurra stærstu flugvallanna haldi uppi hinum 28. Það sé litið á það sem þeirra sameiginlegt hlutverk að fólk komist til og frá. Hann segir Isavia heiðarlegt með það að þeirra hlutverk sé að reka Keflavíkurflugvöll og skila sem mestum arði og sé talað um að það sé erfitt að komast þangað sé það samfélagslegt vandamál sem komi þeim ekki beint við. Þeirra eina hlutverk sé að fá sem mestar tekjur.
Í verðskrá Isavia kemur fram að í P1 eru fyrstu 15 mínúturnar ókeypis, fyrsta klukkustundin á 790 og svo hver klukkustund eftir það á 990. Heill dagur er á 7.900 krónur. Í P2, þar sem er sótt úr flugi, eru fyrstu 30 mínútur ókeypis, fyrsta klukkustund á 690 og svo hver klukkustund á 890 krónur. Dagurinn er á 7.200. Í P3 eru fyrstu 15 mínútur ókeypis, heill dagur á 2.490, hver dagur eftir átta daga á 1.950 krónur og hver dagur eftir 16 daga á 1.790. Flugrútan kostar frá flugvellinum og að BSÍ 3.999 krónur fyrir fullorðinn, 2.000 fyrir 5 til 15 ára en ókeypis er fyrir yngri en sex ára. Dýrara er fyrir hvern ef ákveðið hótel eða áfangastaður er valinn. Sem dæmi kostar 5.199 krónur að fara beint á Reykjavíkurflugvöll fyrir fullorðinn og 2.600 fyrir eldri en fimm ára. Vilji fólk taka strætó kostar ferðin 2.400 fyrir fullorðna, 1.200 fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja og er ókeypis fyrir börn yngri en tólf ára. Farþegum sem taka Strætó frá höfuðborgarsvæðinu til Leifsstöðvar er hleypt út við inngang flugstöðvarinnar en komufarþegar sem ætla að fara frá Leifsstöð til höfuðborgarsvæðisins þurfa að nota biðstöð Strætó við Kjóavelli, en hún er brottfararmegin við flugstöðina. Miðað við tímatöflu er fyrsta brottför frá flugvellinum klukkan 6.20 og fyrsta frá BSÍ klukkan 07:40. Síðasta brottför frá BSÍ er 19:57 og síðasta brottför frá flugvellinum klukkan 22:55.
Keflavíkurflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Isavia Fréttir af flugi Samgöngur Strætó Leigubílar Bítið Bílastæði Tengdar fréttir Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna. 24. október 2025 12:34 Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. 19. október 2025 13:45 Lagning gjaldþrota Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. 26. september 2025 13:58 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna. 24. október 2025 12:34
Sala á hlutum í fimm ríkisfélögum gæti lækkað vaxtagjöld um yfir 50 milljarða Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins. 19. október 2025 13:45
Lagning gjaldþrota Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. 26. september 2025 13:58
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent