Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar