Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 19:02 Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið. Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann. Grunnvísindi ekki til staðar Ákvörðunin 1968 var að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma. Reglulegar klukkubreytingar þóttu valda ruglingi í millilandaflugi, krefjast mikillar handvirkrar vinnu við endurstillingu klukkukerfa og skapa hættu á mistökum í rannsóknum og mælingum. Einnig var nefnt að svefn barna gæti raskast við klukkubreytingar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á þessum tíma vissum við afar lítið um innri líkamsklukkuna og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni. Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin. Í dag er veröldin önnur. Flugkerfi og alþjóðleg samskipti ráða vel við mismunandi tímabelti, öll klukkukerfi eru sjálfvirk og rafræn, og rannsóknir sýna skýrt að stöðugt misræmi milli líkamsklukku og staðartíma hefur neikvæð áhrif á svefn og daglega virkni. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni sem reiða sig á fyrirsjáanlega morgunbirtu til að stilla innri klukkuna. Mikilvægasta merki líkamsklukkunnar Morgunbirtan skiptir hér höfuðmáli: hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir. Ef klukkan yrði leiðrétt myndu birtustundum á morgnana (kl. 7–12) fjölga um rúm 13% vestast á landinu. Útreikningar sýna jafnframt að björtum vetrarmorgnum kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga, gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs. Þetta er svo sannarlega ekki smáatriði – heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu. Grænland: raunverulegt dæmi um endurmat Samhliða þessu sjáum við aðrar þjóðir endurmeta eigin ákvarðanir. Grænland færði klukkuna fram árið 2022 af viðskiptalegum ástæðum. Nú, tveimur árum síðar, er málið aftur komið á dagskrá hjá grænlenska þinginu, meðal annars vegna þess að foreldrar segja breytinguna hafa haft neikvæð áhrif á svefn barna. Í febrúar verður ákveðið hvort Grænland snúi aftur til fyrra tímabeltis. Það sem Grænland er að endurmeta eftir tvö ár, höfum við haldið fast við í nær sex áratugi. Tími til kominn að setja lýðheilsu í forgang? Á sama tíma er svefnvandi og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar. Í ljósi þess sem vísindin sýna í dag er eðlilegt að spyrja: Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar?Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum árstíma velti ég því alltaf fyrir mér hvers vegna Ísland skuli enn fylgja tímabelti sem samræmist illa sólarhæð og náttúrulegum sólargangi. Staðarklukkan okkar er einfaldlega ekki rétt stillt miðað við legu landsins, og þetta misræmi hefur verið viðvarandi frá árinu 1968 þegar ákveðið var að festa landið á miðtíma (UTC) allt árið. Afleiðingin er sú að sólin rís að jafnaði um klukkustund seinna en hún myndi gera ef við fylgdum réttu tímabelti. Munurinn er minnstur fyrir austan en mestur á suðvesturhorninu þar sem hann nemur allt að 90 mínútum. Þegar klukkan er 07:00 er líkamsklukkan því enn stillt á um 05:30 – og heilinn túlkar aðstæður sem næturhúm. Raunverulegt hádegi í Reykjavík, þegar sólin er hæst á lofti, er um 13:30 en ekki kl 12:00. Vegna norðlægrar legu Íslands verður þetta misræmi sérstaklega áberandi yfir dimmasta vetrartímann. Grunnvísindi ekki til staðar Ákvörðunin 1968 var að einhverju leyti rökrétt út frá tæknilegum áskorunum síns tíma. Reglulegar klukkubreytingar þóttu valda ruglingi í millilandaflugi, krefjast mikillar handvirkrar vinnu við endurstillingu klukkukerfa og skapa hættu á mistökum í rannsóknum og mælingum. Einnig var nefnt að svefn barna gæti raskast við klukkubreytingar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á þessum tíma vissum við afar lítið um innri líkamsklukkuna og hvernig hún stjórnar svefni, orku, líðan og hormónavirkni. Þekkingin sem mótar sviðið í dag – genin sem stjórna dægursveiflunni – voru ekki uppgötvuð fyrr en löngu síðar; uppgötvunin hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2017. Þessi grunnvísindi voru því einfaldlega ekki til staðar þegar ákvörðunin um að festa Ísland á sumartíma var tekin. Í dag er veröldin önnur. Flugkerfi og alþjóðleg samskipti ráða vel við mismunandi tímabelti, öll klukkukerfi eru sjálfvirk og rafræn, og rannsóknir sýna skýrt að stöðugt misræmi milli líkamsklukku og staðartíma hefur neikvæð áhrif á svefn og daglega virkni. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni sem reiða sig á fyrirsjáanlega morgunbirtu til að stilla innri klukkuna. Mikilvægasta merki líkamsklukkunnar Morgunbirtan skiptir hér höfuðmáli: hún er mikilvægasta merkið sem líkamsklukkan stillir sig eftir. Ef klukkan yrði leiðrétt myndu birtustundum á morgnana (kl. 7–12) fjölga um rúm 13% vestast á landinu. Útreikningar sýna jafnframt að björtum vetrarmorgnum kl. 9 myndi fjölga um 64 daga – sem jafngildir rúmum tveimur mánuðum yfir dimmasta tíma ársins. Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga, gengu til skóla í birtu og fengju fyrstu frímínútur dagsins í dagsbirtu í stað niðamyrkurs. Þetta er svo sannarlega ekki smáatriði – heldur þekktur og vel rannsakaður lýðheilsuþáttur. Rannsóknir síðari ára benda einnig til þess of sein klukka geti ýtt undir seinkaða líkamsklukku og styttri svefn, sérstaklega meðal unglinga; með neikvæðum afleiðingum á heilsu, líðan, námsárangur og frammistöðu. Grænland: raunverulegt dæmi um endurmat Samhliða þessu sjáum við aðrar þjóðir endurmeta eigin ákvarðanir. Grænland færði klukkuna fram árið 2022 af viðskiptalegum ástæðum. Nú, tveimur árum síðar, er málið aftur komið á dagskrá hjá grænlenska þinginu, meðal annars vegna þess að foreldrar segja breytinguna hafa haft neikvæð áhrif á svefn barna. Í febrúar verður ákveðið hvort Grænland snúi aftur til fyrra tímabeltis. Það sem Grænland er að endurmeta eftir tvö ár, höfum við haldið fast við í nær sex áratugi. Tími til kominn að setja lýðheilsu í forgang? Á sama tíma er svefnvandi og notkun svefnlyfja mjög útbreidd á Íslandi. Við notum talsvert meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar og íslensk ungmenni skora illa á mörgum mælikvörðum sem varða svefn og líðan. Þótt rangt tímabelti skýri ekki alla þá þætti er ljóst að misræmi við sólina er hluti heildarmyndarinnar. Í ljósi þess sem vísindin sýna í dag er eðlilegt að spyrja: Er ekki kominn tími til að leiðrétta klukkuna á Íslandi og samræma hana gangi sólar?Það væri breyting byggð á vísindum – og raunveruleg fjárfesting í betri lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun