Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar