Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2025 18:33 Ég geri ráð fyrir því að allir myndu svara þeirri spurningu neitandi, án umhugsunar. Að sjálfsögðu. Það vill engin mannvera vera lögð í einelti og engin ætti að þurfa að verða fyrir því. Í nokkra áratugi hefur verið markvisst unnið gegn einelti í skólum landsins og er þeim skylt samkvæmt lögum að hafa aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Þrátt fyrir það hefur einelti ekki minnkað hér á landi eins og niðurstöður rannsókna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar á vegum Háskóla Íslands gefa til kynna. Auk þess hefur aukist að einelti fari fram í gegnum samfélagsmiðla og því er einelti ekki endilega bundið við ákveðnar aðstæður eins og í skóla eða frístundum heldur getur það farið fram hvar og hvenær sem er. Viðbragðsáætlanir gegn einelti veita starfsfólki skóla ákveðið verklag til að takast á við þau eineltismál sem koma upp en hins vegar er mikill skortur á forvörnum og áætlunum til að koma í veg fyrir einelti og að börn og ungmenni þurfi að upplifa þá hræðilegu vanlíðan sem einelti fylgir. Til að vinna í forvörnum þarf markvissa fræðslu. Leggja þarf áherslu á að efla tilfinningalegan og félagslegan þroska nemenda með markvissum hætti. Niðurstöður Pisa 2022 leiddu í ljós að íslensk ungmenni sýndu minni samvinnu og samkennd en meðaltal OECD ríkjanna. Mæld voru atriði eins og hversu hátt nemendur skoruðu á samkenndarkvarðanum þegar kom að því að hugga og hughreysta vin sem væri í uppnámi, hafa samúð með fólki sem býr við bágar aðstæður og geta séð hlutina frá sjónarhóli vina sinna. Á samvinnukvarðanum var metið hversu auðvelt nemendur höfðu með að vinna í hópi, láta sér lynda við annað fólk og virða ákvarðanir sem teknar eru af hópi. Þessar niðurstöður ættum við sem samfélag að taka alvarlega. Ef framtíðarkynslóð á erfitt með að sýna þessa mikilvægu eiginleika í mannlegum samskiptum er svo sannarlega þörf að bregðast við. Við eigum aldrei að sætta okkur við að einelti sé eitthvað sem er alltaf til staðar og spurningin sé bara hver verði svo óheppinn að verða fyrir því að hverju sinni. Þó einelti hefur líklega fylgt okkur mannskepnunni frá því við vorum frumstæðari og bjuggum í hellum réttlætir það ekki að við bregðumst ekki við skorti á samvinnu og samkennd sem getur aukið líkurnar á að einelti fái að þrífast. Þörfin fyrir að tilheyra er svo sterk og er ríkur þáttur í okkar félagslega heimi. Áður var það oft spurning upp á líf eða dauða hvort forfeður okkar fengu að tilheyra hópnum. Ef þeir skáru sig úr að einhverju leyti áttu þeir á hættu að vera útilokaðir úr hópnum og við frumstæðari lífsskilyrði gat það þýtt einangrun og færri möguleika til að komast af þar sem hópurinn þurfti lífsnauðsynlega á hvor öðrum að halda. Þó lífsskilyrði okkar hafa svo sannarlega breyst frá því að húsakynni okkar voru hellar heimsins, er enn ríkjandi hjá okkur þessi þörf fyrir að tilheyra. Ef við finnum fyrir einhverju óöryggi í einum af þeim félagslegu hópum sem við tilheyrum, fara sumir þá leið að upphefja sjálfan sig til að tryggja eigin stöðu enn frekar og benda á veikleika hjá einhverjum öðrum sem athyglin beinist þá að. Þannig fela einstaklingar eigið óöryggi en eru tilbúnir að fórna einhverjum öðrum um leið. Ef ofan á það skorti samkennd með öðrum og lítil hæfni eða vilji til samvinnu eigum við ekki von á góðu. Við þekkjum öll einhver dæmi um hversu hræðilega alvarlegar afleiðingar einelti getur haft í för með sér. Það getur haft bein áhrif á lífsgæði, lífsviðhorf, félagslega stöðu, heilsufar og fleira til lengri tíma ef ekki er unnið markvisst úr því. Minna hefur verið fjallað um fjárhagsleg áhrif eineltis sem geta einnig verið mikil. Lilja D Alfreðsdóttir, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra, benti á árið í grein í Morgunblaðinu árið 2019 að Í Svíþjóð fór fram mat á kostnaði sem samfélagið verður fyrir vegna eineltis. Miðað var við eitt ár af einelti og afleiðingar þess næstu 30 ár á eftir. Áætlað var að samfélagslegur kostnaður næmi rúmlega 50 milljónum króna miðað við tíðni eineltis fyrir grunnskóla með 300 nemendur. Lilja nefndi að þær tölur næmu allt að átta milljörðum króna yfir slíkt 30 ára tímabil ef þær yrðu yfirfærðar á íslenskar aðstæður. Þetta eru þó eingöngu tölur og hvert mannslíf verður aldrei metið til fjár. Hins vegar er oft nauðsynlegt að setja fram kostnað til að þeir sem ráðstafa fjármagni og forgangsraða því átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti. Einelti á ekki að vera náttúrulögmál árið 2025. Við þurfum að leggja meiri áherslu á félags- og tilfinningalegan þroska barna og ungmenna og búa þeim öruggt umhverfi sem öllum líður vel í. En við fullorðna fólkið verðum líka að líta í eigin barm; hvernig umhverfi erum við að skapa börnunum? Hvernig fyrirmynd erum við í samskiptum við aðra? Ábyrgðin er okkar allra fullorðna fólksins í samfélaginu og skiptir þá engu máli hvaða hlutverki við gegnum; foreldrar, fjölskyldumeðlimir, kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar, stjórnmálafólk, fjölmiðlafólk eða jafnvel virkir í athugasemdum á vefmiðlum. Ábyrgðin er okkar allra að byggja upp sterka einstaklinga sem koma vel fram við alla í kringum sig, geta sýnt samkennd og samvinnu í verki og hafa trú á eigin getu. Það eiga öll börn þannig veganesti skilið og við eigum ekki bjóða neinum upp á einelti. Höfundur er grunnskólakennari og sérfræðingur í eineltismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég geri ráð fyrir því að allir myndu svara þeirri spurningu neitandi, án umhugsunar. Að sjálfsögðu. Það vill engin mannvera vera lögð í einelti og engin ætti að þurfa að verða fyrir því. Í nokkra áratugi hefur verið markvisst unnið gegn einelti í skólum landsins og er þeim skylt samkvæmt lögum að hafa aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Þrátt fyrir það hefur einelti ekki minnkað hér á landi eins og niðurstöður rannsókna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar á vegum Háskóla Íslands gefa til kynna. Auk þess hefur aukist að einelti fari fram í gegnum samfélagsmiðla og því er einelti ekki endilega bundið við ákveðnar aðstæður eins og í skóla eða frístundum heldur getur það farið fram hvar og hvenær sem er. Viðbragðsáætlanir gegn einelti veita starfsfólki skóla ákveðið verklag til að takast á við þau eineltismál sem koma upp en hins vegar er mikill skortur á forvörnum og áætlunum til að koma í veg fyrir einelti og að börn og ungmenni þurfi að upplifa þá hræðilegu vanlíðan sem einelti fylgir. Til að vinna í forvörnum þarf markvissa fræðslu. Leggja þarf áherslu á að efla tilfinningalegan og félagslegan þroska nemenda með markvissum hætti. Niðurstöður Pisa 2022 leiddu í ljós að íslensk ungmenni sýndu minni samvinnu og samkennd en meðaltal OECD ríkjanna. Mæld voru atriði eins og hversu hátt nemendur skoruðu á samkenndarkvarðanum þegar kom að því að hugga og hughreysta vin sem væri í uppnámi, hafa samúð með fólki sem býr við bágar aðstæður og geta séð hlutina frá sjónarhóli vina sinna. Á samvinnukvarðanum var metið hversu auðvelt nemendur höfðu með að vinna í hópi, láta sér lynda við annað fólk og virða ákvarðanir sem teknar eru af hópi. Þessar niðurstöður ættum við sem samfélag að taka alvarlega. Ef framtíðarkynslóð á erfitt með að sýna þessa mikilvægu eiginleika í mannlegum samskiptum er svo sannarlega þörf að bregðast við. Við eigum aldrei að sætta okkur við að einelti sé eitthvað sem er alltaf til staðar og spurningin sé bara hver verði svo óheppinn að verða fyrir því að hverju sinni. Þó einelti hefur líklega fylgt okkur mannskepnunni frá því við vorum frumstæðari og bjuggum í hellum réttlætir það ekki að við bregðumst ekki við skorti á samvinnu og samkennd sem getur aukið líkurnar á að einelti fái að þrífast. Þörfin fyrir að tilheyra er svo sterk og er ríkur þáttur í okkar félagslega heimi. Áður var það oft spurning upp á líf eða dauða hvort forfeður okkar fengu að tilheyra hópnum. Ef þeir skáru sig úr að einhverju leyti áttu þeir á hættu að vera útilokaðir úr hópnum og við frumstæðari lífsskilyrði gat það þýtt einangrun og færri möguleika til að komast af þar sem hópurinn þurfti lífsnauðsynlega á hvor öðrum að halda. Þó lífsskilyrði okkar hafa svo sannarlega breyst frá því að húsakynni okkar voru hellar heimsins, er enn ríkjandi hjá okkur þessi þörf fyrir að tilheyra. Ef við finnum fyrir einhverju óöryggi í einum af þeim félagslegu hópum sem við tilheyrum, fara sumir þá leið að upphefja sjálfan sig til að tryggja eigin stöðu enn frekar og benda á veikleika hjá einhverjum öðrum sem athyglin beinist þá að. Þannig fela einstaklingar eigið óöryggi en eru tilbúnir að fórna einhverjum öðrum um leið. Ef ofan á það skorti samkennd með öðrum og lítil hæfni eða vilji til samvinnu eigum við ekki von á góðu. Við þekkjum öll einhver dæmi um hversu hræðilega alvarlegar afleiðingar einelti getur haft í för með sér. Það getur haft bein áhrif á lífsgæði, lífsviðhorf, félagslega stöðu, heilsufar og fleira til lengri tíma ef ekki er unnið markvisst úr því. Minna hefur verið fjallað um fjárhagsleg áhrif eineltis sem geta einnig verið mikil. Lilja D Alfreðsdóttir, fyrrum mennta- og menningarmálaráðherra, benti á árið í grein í Morgunblaðinu árið 2019 að Í Svíþjóð fór fram mat á kostnaði sem samfélagið verður fyrir vegna eineltis. Miðað var við eitt ár af einelti og afleiðingar þess næstu 30 ár á eftir. Áætlað var að samfélagslegur kostnaður næmi rúmlega 50 milljónum króna miðað við tíðni eineltis fyrir grunnskóla með 300 nemendur. Lilja nefndi að þær tölur næmu allt að átta milljörðum króna yfir slíkt 30 ára tímabil ef þær yrðu yfirfærðar á íslenskar aðstæður. Þetta eru þó eingöngu tölur og hvert mannslíf verður aldrei metið til fjár. Hins vegar er oft nauðsynlegt að setja fram kostnað til að þeir sem ráðstafa fjármagni og forgangsraða því átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti. Einelti á ekki að vera náttúrulögmál árið 2025. Við þurfum að leggja meiri áherslu á félags- og tilfinningalegan þroska barna og ungmenna og búa þeim öruggt umhverfi sem öllum líður vel í. En við fullorðna fólkið verðum líka að líta í eigin barm; hvernig umhverfi erum við að skapa börnunum? Hvernig fyrirmynd erum við í samskiptum við aðra? Ábyrgðin er okkar allra fullorðna fólksins í samfélaginu og skiptir þá engu máli hvaða hlutverki við gegnum; foreldrar, fjölskyldumeðlimir, kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar, stjórnmálafólk, fjölmiðlafólk eða jafnvel virkir í athugasemdum á vefmiðlum. Ábyrgðin er okkar allra að byggja upp sterka einstaklinga sem koma vel fram við alla í kringum sig, geta sýnt samkennd og samvinnu í verki og hafa trú á eigin getu. Það eiga öll börn þannig veganesti skilið og við eigum ekki bjóða neinum upp á einelti. Höfundur er grunnskólakennari og sérfræðingur í eineltismálum.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun