Körfubolti

Martin stiga­hæstur með tvö­falda tvennu

Siggeir Ævarsson skrifar
Martin Hermannsson skilaði tvöfaldri tvennu í hús í kvöld
Martin Hermannsson skilaði tvöfaldri tvennu í hús í kvöld Getty/Uwe Anspach

Martin Hermannsson var besti maður Alba Berlin í kvöld þegar liðið lagði Syntainics MBC 88-80 í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Martin skoraði 19 stig í kvöld og bætti við tíu stoðsendingum og var bæði stiga- og stoðsendingahæstur allra á vellinum.

Þetta var þriðji sigur Alba Berlin í deildinni í röð en liðið er í 5. sæti eftir sex umferðir.

Martin var ekki eini íslenski körfuboltamaðurinn í eldlínunni í kvöld en Elvar Már Friðriksson var öflugur í liði Anwil sem lagði Start Lublin í pólsku deildinni 90-81. Elvar skoraði tólf stig og gaf fimm stoðsendingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×