Sport

Ís­lands­metin falla í bunkum á Ís­landsmótinu í sundi

Siggeir Ævarsson skrifar
B-sveit Sundfélags Hafnarfjarðar setti nýtt Íslandsmet í blönduðu boðsundi í 4x50m fjórsundi. Sveitina skipuðu Bergur Fáfnir Bjarnason, Birgitta Ingólfsdóttir, Nadja Djurovic og Símon Elías Statkevicius.
B-sveit Sundfélags Hafnarfjarðar setti nýtt Íslandsmet í blönduðu boðsundi í 4x50m fjórsundi. Sveitina skipuðu Bergur Fáfnir Bjarnason, Birgitta Ingólfsdóttir, Nadja Djurovic og Símon Elías Statkevicius. Mynd Sundsamband Íslands

Annar keppnisdagur Íslandsmótsins í sundi í 25 metra laug fór fram í dag þar sem þrjú Íslandsmet féllu en önnur þrjú féllu í gær.

Í undanrásum í 4x50m blönduðu fjórsundi setti b-sveit Sundfélags Hafnarfjarðar nýtt Íslandsmet á tímanum 1:45.10 en fyrra metið, 1:45.60 og var einnig í eigu Sundfélags Hafnarfjarðar. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Birgitta Ingólfsdóttir, Nadja Djurovic, og Símon Elías Statkevicius.

Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) setti einnig Íslandsmet í flokki S19 þegar hann synti 200m flugsund á tímanum 2:14,57 og þá setti A-sveit Sundfélags Hafnarfjarðar Íslandsmet í 4x100m skriðsund boðsundi á tímanum 3:17,16.

Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Veigar Hrafn Sigþórsson, Ýmir Chatenay Sölvason og Símon Elías Statkevicius.

Fjölmargir Íslendingar hafa tryggt sér sæti á Evrópumeistaramótinu í 25m laug sem fram fer í Póllandi í desember. Ýmir Chatenay Sölvason (SH) náði lágmarki í 100m skriðsundi í undanrásum í morgun á 48.72, sem er rúm sekúndu bæting á hans besta tíma.

Íslandsmeistarar kvöldsins

  • 400m fjórsund kvk – Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB)
  • 1500m skriðsund kk – Andri Már Kristjánsson (SH)
  • 50m baksund kk – Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB)
  • 200m skriðsund kvk – Vala Dís Cicero (SH)
  • 200m fjórsund kk – Birnir Freyr Hálfdánarson (SH)
  • 100m bringusund kvk – Birgitta Ingólfsdóttir (SH)
  • 50m bringusund kk – Snorri Dagur Einarsson (SH)
  • 50m flugsund kvk – Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH)
  • 100m skriðsund kk – Ýmir Chatenay Sölvason (SH)
  • 100m baksund kvk – Ylfa Lind Kristmannsdóttir (ÍBR)
  • 200m flugsund kk – Hólmar Grétarsson (SH)
  • 800m skriðsund kvk – Katja Lilja Andriysdóttir (SH)
  • 4x100m skriðsund kk – SH 1 – Íslandsmet (3:17,16)
  • 4x100m skriðsund kvk – SH 1 

Keppni heldur áfram á morgun, sunnudag, og hefjast undanrásir klukkan 09:00.

Upplýsingar um úrslit eru fengin af heimasíðu Sundsambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×