Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar