Sport

Tólf Ís­lands­met féllu á Ís­landsmótinu í sundi

Siggeir Ævarsson skrifar
Keppendur stinga sér til sunds.
Keppendur stinga sér til sunds. Sundsamband Íslands - Hákon

Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi í 25 metra laug lauk í kvöld en keppt var í Laugardalslaug yfir þrjá keppnisdag. Alls féllu tólf Íslandsmet á mótinu og þá voru einnig sett tvö heimsmet og fjögur Evrópumet.

Snævar Örn Kristmannsson var senuþjófur mótsins en það var hann sem setti áðurnefnd heims- og Evrópumet í flokki S19.

Alls voru sett sex Íslandsmet í opnum flokki á mótinu:

  • Birnir Freyr Hálfdánarson (SH) - 100m flugsund (52,41)
  • Símon Elías Statkevicius (SH) - 50m skriðsund (21,75)
  • A-sveit SH kvenna - 4x50m fjórsund (1:53,52)
  • B-sveit SH - 4x50m blandað fjórsund (1:45,10)
  • A-sveit SH karla - 4x100m skriðsund (3:17,16)
  • A-lið SH kvenna - 4x100m fjórsund (4:13,11)

Í flokki fatlaðra voru einnig sett sex ný Íslandsmet:

  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 50m flug (26,79 / 26,69)
  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 100m flug (59.77)
  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 200m flug (2:14,57)
  • Róbert Ísak Jónsson (SH) - SB14 100m bringa (1:07.33)
  • Sonja Sigurðardóttir (ÍFR) - S3 100m frjáls aðferð (2:40,46)

Fjölmargir keppendur náðu lágmörkum fyrir komandi stórmót um helgina en lesa má nánar um mótið, úrslit og þá sem náðu lágmörkum á vefsíðu Sundsambands Íslands.


Tengdar fréttir

Snævar setti heimsmet

Blikinn Snævar Örn Kristmannsson setti heimsmet á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fer fram í Laugardalslaug.

Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín

SH-ingarnir Símon Statkevicius og Birnir Freyr Hálfdánarson slógu í kvöld Íslandsmet sín, á fyrsta degi Íslands- og unglingameistaramótsins í sundi í 25 metra laug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×