NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:25 Lenny Wilkens átti magnaðan feril sem bæði leikmaður og þjálfari og var einn sá virtasti í NBA-fjölskyldunni. Getty/Steph Chambers NBA-deildin í körfubolta hefur misst eina af goðsögnum sínum. Lenny Wilkens lést í gær 88 ára að aldri en hann var tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari. Á fimmtán ára leikmannaferli sínum var Wilkens níu sinnum valinn í stjörnuliðið og var tvisvar sinnum með flestar stoðsendingar í deildinni. Wilkens, sem hafði einstakan leikskilning, var spilandi þjálfari í fjögur tímabil, þrjú með Seattle SuperSonics og eitt með Portland Trail Blazers, áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun. Lenny Wilkens, a smooth playmaker who was inducted into the Basketball Hall of Fame as both a player and a coach, has died. He was 88. https://t.co/kgrSj965Zc— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 10, 2025 Hann leiddi Sonics til NBA-meistaratitilsins árið 1979 og var valinn þjálfari ársins árið 1994. Wilkens vann 1332 leiki sem þjálfari, það þriðja mesta frá upphafi en það gerði hann sem þjálfari Sonics, Trail Blazers, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og New York Knicks áður en hann lét af störfum árið 2005. Hann þjálfaði í 2487 leikjum, sem er met í sögu NBA. Hann vann einnig Ólympíugull sem þjálfari bandaríska liðsins árið 1996. Hann er einn af aðeins fimm mönnum sem hafa verið teknir inn í Naismith-frægðarhöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari, ásamt þeim John Wooden, Bill Sharman, Tom Heinsohn og Bill Russell. „Lenny Wilkens var holdgervingur þess besta í NBA – sem leikmaður í frægðarhöllinni, þjálfari í frægðarhöllinni og einn virtasti sendiherra íþróttarinnar,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, í yfirlýsingu á sunnudag. „Svo mjög að fyrir fjórum árum hlaut Lenny þann einstaka heiður að vera útnefndur einn af 75 bestu leikmönnum og 15 bestu þjálfurum deildarinnar allra tíma.“ We would like to extend our condolences to the family and friends of the great Lenny Wilkens. Beyond his excellence as a player and a coach, he was an innovator, a trailblazer, a winner and a leader not just in Atlanta but every community in which he played and coached. In… pic.twitter.com/mREYj0feaN— Atlanta Hawks (@ATLHawks) November 10, 2025 Árið 1995 setti Wilkens met sem hann hélt að myndi standa að eilífu þegar hann fór fram úr Red Auerbach, þjálfara Boston Celtics, sem sigursælasti þjálfari deildarinnar frá upphafi. Hann fagnaði auðvitað með vindli. „Hann var fyrirmyndin mín og þess vegna kveikti ég í þessum vindli,“ sagði Wilkens. „Ég hafði aldrei reykt vindil á ævinni, þú veist, og ég kveikti í honum og kafnaði næstum því, en ég vildi gera það til að heiðra minningu Red Auerbach,“ sagði Wilkens. Don Nelson fór síðar fram úr Wilkens og Gregg Popovich hefur síðan farið fram úr þeim báðum og lauk ferlinum með 1388 sigrum. Seattle didn’t just lose a basketball icon. We lost a man who believed in people — on the court and in the community. Thank you, Lenny Wilkens, for everything you gave this city. 💚💛 pic.twitter.com/Hw94AZjStq— Seattle Supersonics (@SeattleSonics) November 9, 2025 NBA Andlát Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Á fimmtán ára leikmannaferli sínum var Wilkens níu sinnum valinn í stjörnuliðið og var tvisvar sinnum með flestar stoðsendingar í deildinni. Wilkens, sem hafði einstakan leikskilning, var spilandi þjálfari í fjögur tímabil, þrjú með Seattle SuperSonics og eitt með Portland Trail Blazers, áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun. Lenny Wilkens, a smooth playmaker who was inducted into the Basketball Hall of Fame as both a player and a coach, has died. He was 88. https://t.co/kgrSj965Zc— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 10, 2025 Hann leiddi Sonics til NBA-meistaratitilsins árið 1979 og var valinn þjálfari ársins árið 1994. Wilkens vann 1332 leiki sem þjálfari, það þriðja mesta frá upphafi en það gerði hann sem þjálfari Sonics, Trail Blazers, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og New York Knicks áður en hann lét af störfum árið 2005. Hann þjálfaði í 2487 leikjum, sem er met í sögu NBA. Hann vann einnig Ólympíugull sem þjálfari bandaríska liðsins árið 1996. Hann er einn af aðeins fimm mönnum sem hafa verið teknir inn í Naismith-frægðarhöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari, ásamt þeim John Wooden, Bill Sharman, Tom Heinsohn og Bill Russell. „Lenny Wilkens var holdgervingur þess besta í NBA – sem leikmaður í frægðarhöllinni, þjálfari í frægðarhöllinni og einn virtasti sendiherra íþróttarinnar,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, í yfirlýsingu á sunnudag. „Svo mjög að fyrir fjórum árum hlaut Lenny þann einstaka heiður að vera útnefndur einn af 75 bestu leikmönnum og 15 bestu þjálfurum deildarinnar allra tíma.“ We would like to extend our condolences to the family and friends of the great Lenny Wilkens. Beyond his excellence as a player and a coach, he was an innovator, a trailblazer, a winner and a leader not just in Atlanta but every community in which he played and coached. In… pic.twitter.com/mREYj0feaN— Atlanta Hawks (@ATLHawks) November 10, 2025 Árið 1995 setti Wilkens met sem hann hélt að myndi standa að eilífu þegar hann fór fram úr Red Auerbach, þjálfara Boston Celtics, sem sigursælasti þjálfari deildarinnar frá upphafi. Hann fagnaði auðvitað með vindli. „Hann var fyrirmyndin mín og þess vegna kveikti ég í þessum vindli,“ sagði Wilkens. „Ég hafði aldrei reykt vindil á ævinni, þú veist, og ég kveikti í honum og kafnaði næstum því, en ég vildi gera það til að heiðra minningu Red Auerbach,“ sagði Wilkens. Don Nelson fór síðar fram úr Wilkens og Gregg Popovich hefur síðan farið fram úr þeim báðum og lauk ferlinum með 1388 sigrum. Seattle didn’t just lose a basketball icon. We lost a man who believed in people — on the court and in the community. Thank you, Lenny Wilkens, for everything you gave this city. 💚💛 pic.twitter.com/Hw94AZjStq— Seattle Supersonics (@SeattleSonics) November 9, 2025
NBA Andlát Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti