Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 11. nóvember 2025 07:32 Við leggjum mikla áherslu á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir alla vegfarendur í Hafnarfirði. Góð umferðamenning skiptir þar höfuðmáli. Hún byrjar hjá okkur sjálfum. Hún snýst um virðingu, tillitssemi og það að við tökum ábyrgð hvert á öðru í umferðinni. Þannig byggjum við upp bæ þar sem öryggi, þægindi og umhverfisvitund haldast í hendur. Reykjanesbrautin frá Kaplakrika að N1 Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur skilað auknu og betra flæði umferðar og aukið öryggi til muna. Reykjanesbrautin er ein mikilvægasta samgönguæð landsins og hefur mikil áhrif á daglegt líf íbúa Hafnarfjarðar. Kaflinn frá Kaplakrika að N1 við Lækjargötu er sérstaklega mikilvægur, þar sem umferðaþungi hefur aukist jafnt og þétt. Ég hef átt í góðu samtali við Vegagerðina um þennan vegkafla sem er á samgönguáætlun. Í lok þessa árs verður kynnt valkostagreining um væntanlegar framkvæmdir. Ég hef komið því skýrt á framfæri við Vegagerðina að þessi framkvæmd þurfi að vera í algjörum forgangi, ásamt þeim sjónarmiðum að umferðaflæði og öryggi verði tryggt á framkvæmdartíma. Ég mun sjá til þess að íbúar fái góða kynningu á þessari framkvæmd, sem er forgangsmál fyrir okkur Hafnfirðinga og samfélagið allt vegna tengingar við alþjóðaflugvöllinn. Stefnt er að verklokum þessara framkvæmda árið 2032. Almenningssamgöngur niður Reykjavíkurveg Verið er að vinna frumdrög Borgarlínu frá Fjarðarkaupum, niður Reykjavíkurveg að Firði. Þessi leið er lykiltenging í samgöngum bæjarins og hluti af ásýnd og sjarma Hafnarfjarðar. Við höfum átt uppbyggilegt og gagnlegt samstarf við Betri samgöngur um áformin þar sem áherslan er á lausnir sem bæta samgöngur án þess að skerða aðgengi eða gæði umhverfisins. Einnig er mikilvægt að góðar almenningssamgöngur nái alveg að Tækniskólanum. Fjölmargir nemendur Tækniskólans koma til með að nýta sér bættar almenningssamgöngur og því þarf að vera öflug stoppistöð við skólann. Ég legg á það áherslu að ég mun ekki styðja það ef lagt verður til að rífa íbúðarhús til að koma fyrir Borgarlínu. Slíkt verður ekki gert á minni vakt. Umferð eykst með komu Tækniskólans Koma Tækniskólans á Suðurhöfnina í Hafnarfirði er mikið fagnaðarefni. Þar er einnig að fara af stað mikil uppbygging íbúða og þjónustu við Hvaleyrarbraut, Óseyrarbraut og Flensborgarhöfn. Með nýjum nemendum og starfsfólki í Tækniskólanum ásamt nýjum íbúum á svæðinu mun umferð aukast. Það kallar á gott skipulag og ný umferðarmannvirki við Flensborgartorg, Strandgötuna og við gatnamótin við Strandgötu og Reykjanesbraut. Unnið er að því að greina umferðina og koma með lausnir. Hér er um að ræða jákvæða þróun á þessu svæði sem eðli máls kallar á raunhæfar lausnir. Ég mun leggja á það áherslu að hægt verði að kynna slíkt fyrir íbúum ekki síðar en snemma á næsta ári. Samvinna skilar árangri Í Hafnarfirði leggjum við áherslu á samvinnu. Samvinnu við íbúa, fyrirtæki og opinbera aðila. Samstarfið við Vegagerðina og Betri samgöngur hefur verið traust og uppbyggilegt og saman erum við að móta framtíðarsýn sem gerir Hafnarfjörð að enn betri bæ til að ferðast um, búa í og starfa. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við leggjum mikla áherslu á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir alla vegfarendur í Hafnarfirði. Góð umferðamenning skiptir þar höfuðmáli. Hún byrjar hjá okkur sjálfum. Hún snýst um virðingu, tillitssemi og það að við tökum ábyrgð hvert á öðru í umferðinni. Þannig byggjum við upp bæ þar sem öryggi, þægindi og umhverfisvitund haldast í hendur. Reykjanesbrautin frá Kaplakrika að N1 Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur skilað auknu og betra flæði umferðar og aukið öryggi til muna. Reykjanesbrautin er ein mikilvægasta samgönguæð landsins og hefur mikil áhrif á daglegt líf íbúa Hafnarfjarðar. Kaflinn frá Kaplakrika að N1 við Lækjargötu er sérstaklega mikilvægur, þar sem umferðaþungi hefur aukist jafnt og þétt. Ég hef átt í góðu samtali við Vegagerðina um þennan vegkafla sem er á samgönguáætlun. Í lok þessa árs verður kynnt valkostagreining um væntanlegar framkvæmdir. Ég hef komið því skýrt á framfæri við Vegagerðina að þessi framkvæmd þurfi að vera í algjörum forgangi, ásamt þeim sjónarmiðum að umferðaflæði og öryggi verði tryggt á framkvæmdartíma. Ég mun sjá til þess að íbúar fái góða kynningu á þessari framkvæmd, sem er forgangsmál fyrir okkur Hafnfirðinga og samfélagið allt vegna tengingar við alþjóðaflugvöllinn. Stefnt er að verklokum þessara framkvæmda árið 2032. Almenningssamgöngur niður Reykjavíkurveg Verið er að vinna frumdrög Borgarlínu frá Fjarðarkaupum, niður Reykjavíkurveg að Firði. Þessi leið er lykiltenging í samgöngum bæjarins og hluti af ásýnd og sjarma Hafnarfjarðar. Við höfum átt uppbyggilegt og gagnlegt samstarf við Betri samgöngur um áformin þar sem áherslan er á lausnir sem bæta samgöngur án þess að skerða aðgengi eða gæði umhverfisins. Einnig er mikilvægt að góðar almenningssamgöngur nái alveg að Tækniskólanum. Fjölmargir nemendur Tækniskólans koma til með að nýta sér bættar almenningssamgöngur og því þarf að vera öflug stoppistöð við skólann. Ég legg á það áherslu að ég mun ekki styðja það ef lagt verður til að rífa íbúðarhús til að koma fyrir Borgarlínu. Slíkt verður ekki gert á minni vakt. Umferð eykst með komu Tækniskólans Koma Tækniskólans á Suðurhöfnina í Hafnarfirði er mikið fagnaðarefni. Þar er einnig að fara af stað mikil uppbygging íbúða og þjónustu við Hvaleyrarbraut, Óseyrarbraut og Flensborgarhöfn. Með nýjum nemendum og starfsfólki í Tækniskólanum ásamt nýjum íbúum á svæðinu mun umferð aukast. Það kallar á gott skipulag og ný umferðarmannvirki við Flensborgartorg, Strandgötuna og við gatnamótin við Strandgötu og Reykjanesbraut. Unnið er að því að greina umferðina og koma með lausnir. Hér er um að ræða jákvæða þróun á þessu svæði sem eðli máls kallar á raunhæfar lausnir. Ég mun leggja á það áherslu að hægt verði að kynna slíkt fyrir íbúum ekki síðar en snemma á næsta ári. Samvinna skilar árangri Í Hafnarfirði leggjum við áherslu á samvinnu. Samvinnu við íbúa, fyrirtæki og opinbera aðila. Samstarfið við Vegagerðina og Betri samgöngur hefur verið traust og uppbyggilegt og saman erum við að móta framtíðarsýn sem gerir Hafnarfjörð að enn betri bæ til að ferðast um, búa í og starfa. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar