Fótbolti

Gefa Ís­landi að­eins fimm­tán prósent líkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland náði í afar mikilvægt jafntefli við Frakka á Laugardalsvelli í október. Hér fagnar GUðlaugur Victor Pálsson marki sínu í leiknum.
Ísland náði í afar mikilvægt jafntefli við Frakka á Laugardalsvelli í október. Hér fagnar GUðlaugur Victor Pálsson marki sínu í leiknum. vísir/Anton

Íslenska fótboltalandsliðið á enn góða möguleika á komast í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins en það þarf þó ýmislegt að ganga upp hjá liðinu í lokaleikjunum sem eru í þessum landsliðsglugga sem stendur nú yfir.

Íslenska liðið þarf að vinna Aserbaídsjan á útivelli í fyrri leiknum, treysta á að Frakkar vinni Úkraínumenn á sama tíma og fá síðan úrslitaleik á móti Úkraínumönnum í lokaleiknum.

Tölfræðingarnir á Football Meets Data hafa dundað sér við að reikna út líkurnar á því að þjóðir komist í þetta umspil.

Sigurvegari í hverjum riðli kemst beint á HM en liðin tólf í öðru sæti keppa um fjögur laus sæti í umspilinu.

Útreikningar þeirra gefa íslenska landsliðinu aðeins fimmtán prósent líkur á því að komast í umspilið sem þýðir að það eru 84 prósent líkur á því að Úkraínumenn tryggi sér annað sætið í riðlinum.

Frakkar eru öruggir með sæti í umspilinu en ekki öruggir með fyrsta sætið og þar með sæti á HM: Franska landsliðið er með 10 stig, þremur stigum meira en Úkraína (7 stig) og sex stigum meira en Ísland (4 stig).

Íslenska liðið er með einu marki betri markatölu og nægir því jafntefli verði liðin jöfn að stigum eftir fyrri leikina í þessum glugga.

Það er hins vegar ljóst að slæm úrslit í fyrri leikjum gluggans gætu þýtt að íslenska liðið væri úr leik. Íslenska liðið þarf því að byrja á því að vinna Aserbaísjan áður en eitthvað gott gerist. Sá mikilvægi leikur er strax á fimmtudaginn.

Stórþjóð á sama möguleika og Ísland í öðrum riðli en það er Þýskaland sem er einnig með fimmtán prósenta líkur á sæti í umspili.

Serbar, Danir eru með 19 prósent líkur og Írarnir hans Heimis Hallrímssonar standa verr með aðeins tíu prósent líkur.

Líkur á því að komast í umspilið um laus sæti á HM 2026. Football Meets Data



Fleiri fréttir

Sjá meira


×