Erlent

Tuttugu fórust þegar tyrk­nesk her­flug­vél hrapaði

Atli Ísleifsson skrifar
Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að brak úr vélinni hafi fundist á stóru svæði.
Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að brak úr vélinni hafi fundist á stóru svæði. EPA

Tuttugu eru látnir eftir að flugvél tyrkneska hersins hrapaði í Georgíu í gær. Þetta staðfesti varnarmálaráðherra Tyrklands í morgun.

Um var að ræða flutningavél af gerðinni C-130 Hercules sem tók á loft í Aserbaídsjan og var á leiðinni til Tyrklands. Vélin hrapaði nærri landamærum Georgíu og Aserbaídsjan.

Varnarmálaráðherrann Yasar Guler birti í morgun myndir af öllum þeim sem voru um borð í vélinni og létust.

Fulltrúar flugmálayfirvalda í Georgíu segja að vélin hafi horfið af ratsjám skömmu eftir að vélin flaug inn í loftrými landsins. Ekki liggur fyrir hvað varð þess valdandi að vélin hrapaði og er rannsókn hafin.

Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að brak úr vélinni hafi fundist á stóru svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×