Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 16:01 Lamine Yamal missir af tveimur landsleikjum Spánar en verður orðinn klár fyrir næsta leik Barcelona. Getty/Joris Verwijst Lamine Yamal verður ekki með spænska landsliðinu í þessum glugga eftir að Barcelona sendi hann í litla aðgerð án þess að láta spænska knattspyrnusambandið vita. Stærsta íþróttablað Spánar, Marca, slær því upp að það sé stríð í gangi á milli spænska sambandsins og Barcelona vegna málsins. Það virðist þó hafa tekið mikið á Lamine Yamal, 18 ára, að þurfa að draga sig úr landsliðshópnum. Það segir að minnsta kosti landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente. „Hann er afar sorgmæddur og sár,“ sagði De la Fuente samkvæmt AS. Nárameiðsli hafa hrjáð hinn átján ára gamla leikmann Barcelona en samkvæmt spænska knattspyrnusambandinu hefur Barcelona framkvæmt útvarpsbylgjumeðferð á leikmanninum án vitundar landsliðsins. „Þetta er leikmaður sem er mjög skuldbundinn landsliðinu og hann er mjög vel liðinn. Hann yfirgaf hópinn mjög sorgmæddur, hann hafði hlakkað til að spila þessa leiki. Hann vill líka eiga gott tímabil með félagsliðinu og komast í gott form fyrir HM,“ sagði landsliðsþjálfarinn við AS. „Það er hann sem þjáist mest vegna þessa. Hann vill alltaf vera hér,“ sagði De la Fuente De la Fuente segir að sambandið milli spænska landsliðsins og Barcelona sé gott en Marca skrifar að „allsherjarstríð“ eigi sér nú stað á milli sambandsins og stórklúbbsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barcelona og landsliðið hafa verið á öndverðum meiði varðandi líkamlegt ástand Yamal. Leikmaðurinn þarf nú sjö til tíu daga hvíld áður en hann getur spilað fótbolta aftur, sem þýðir að hann ætti að vera klár þegar landsleikjahléinu lýkur, en þá tekur Barcelona á móti Athletic Club þann 22. nóvember næstkomandi. Spænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Það virðist þó hafa tekið mikið á Lamine Yamal, 18 ára, að þurfa að draga sig úr landsliðshópnum. Það segir að minnsta kosti landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente. „Hann er afar sorgmæddur og sár,“ sagði De la Fuente samkvæmt AS. Nárameiðsli hafa hrjáð hinn átján ára gamla leikmann Barcelona en samkvæmt spænska knattspyrnusambandinu hefur Barcelona framkvæmt útvarpsbylgjumeðferð á leikmanninum án vitundar landsliðsins. „Þetta er leikmaður sem er mjög skuldbundinn landsliðinu og hann er mjög vel liðinn. Hann yfirgaf hópinn mjög sorgmæddur, hann hafði hlakkað til að spila þessa leiki. Hann vill líka eiga gott tímabil með félagsliðinu og komast í gott form fyrir HM,“ sagði landsliðsþjálfarinn við AS. „Það er hann sem þjáist mest vegna þessa. Hann vill alltaf vera hér,“ sagði De la Fuente De la Fuente segir að sambandið milli spænska landsliðsins og Barcelona sé gott en Marca skrifar að „allsherjarstríð“ eigi sér nú stað á milli sambandsins og stórklúbbsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barcelona og landsliðið hafa verið á öndverðum meiði varðandi líkamlegt ástand Yamal. Leikmaðurinn þarf nú sjö til tíu daga hvíld áður en hann getur spilað fótbolta aftur, sem þýðir að hann ætti að vera klár þegar landsleikjahléinu lýkur, en þá tekur Barcelona á móti Athletic Club þann 22. nóvember næstkomandi.
Spænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira