Fótbolti

Leiðin á HM: Þetta er hálf­partinn eins og á Manhattan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gummi, Valur og Kjartan eru kátir í Baku.
Gummi, Valur og Kjartan eru kátir í Baku.

Teymi Sýnar komst loksins til Bakú síðustu nótt eftir langt ferðalag frá Íslandi og dugði ekkert minna en þrjú flug til þess að komast á áfangastað.

Þeir Valur Páll Eiríksson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason voru upp með sér yfir hversu glæsileg borgin væri enda mikið um ótrúlegar byggingar á svæðinu.

Klippa: Leiðin á HM: Lentir í Bakú

Það væsir ekki um okkar menn frekar en landsliðsstrákana sem æfðu á heimavelli Neftci í dag og eru flestir klárir í bátana.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 17.00 og verður í beinni og opinni dagskrá á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×