Fótbolti

Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu spor­laust

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þeir Kjartan, Valur og Guðmundur ræddu leik dagsins á höfninni í Bakú.
Þeir Kjartan, Valur og Guðmundur ræddu leik dagsins á höfninni í Bakú. Vísir/Sigurður

Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 síðdegis. Teymi Sýnar á staðnum hitaði upp á leikdag.

Þeir Valur Páll Eiríksson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason fóru yfir málin við höfnina í Bakú á blíðviðrisdegi.

Klippa: Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns fuðruðu upp

Ísland þarf sigur til að knýja fram úrslitaleik um umspilssæti við Úkraínu á sunnudaginn kemur. Aserar eru með eitt stig í riðlinum eftir jafntefli við Úkraínu í september og hafa að litlu að keppa.

Aserar virðast lítt spenntir fyrir leik dagsins og búist við fámenni í stúkunni. Gert var ráð fyrir um átta þúsund manns á leikinn en það virðist sem töluvert færri verði á pöllunum á ellefu þúsund manna heimavelli Neftci í borginni.

Þeir félagar spáðu í spilin fyrir leik dagsins í þættinum sem sjá má í spilaranum.

Leikur Aserbaísjan og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.


Tengdar fréttir

Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur

Samkvæmt upplýsingum frá skipulagsaðilum leiks Aserbaísjan við Ísland í Bakú verða áhorfendur á bandi heimamanna umtalsvert færri en gert var ráð fyrir.

„Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“

Arnar Gunnlaugsson vonast eftir góðum degi í dag. Ísland þarf að vinna Aserbaísjan í Bakú til að halda í möguleika um úrslitaleik við Úkraínu um sæti í umspili um sæti á HM á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×