Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2025 23:13 Cristiano Ronaldo gekk rakleitt til Heimis Hallgrímssonar eftir rauða spjaldið en endaði á að taka í spaðann á honum. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira