Vill svara ESB með tollahækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 12:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Anton Brink Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. „Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar. Að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, þar sem hann ræddi verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem bitna einnig á Íslendingum og Norðmönnum. Sigurður Ingi spurði Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra, hvort til greina komi, í ljósi stöðunnar, að hækka tolla á innflutt matvæli frá aðildarríkjum sambandsins til þess að vernda innlenda framleiðslu „Með sama hætti og Evrópusambandið verndar sitt járnblendi,“ sagði Sigurður. Fjármálaráðherra sagði enga vestræna þjóð eiga eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi boðaði þingsályktunartillögu Framsóknarmanna, nokkurs konar tollastríð, sem lítur að því að hækka tolla á matvæli en lækka á móti virðisaukaskatt tímabundið til að draga úr verðhækkunum sem gætu fylgt slíkum tollum. Daði Már sagðist ósammála þeirri nálgun. „Varðandi bix með tolla og skatta til að hækka verð og lækka verð, að þá er það „pissa í skóinn“ hagfræði sem ég kann ekki að meta.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar. Að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun, þar sem hann ræddi verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem bitna einnig á Íslendingum og Norðmönnum. Sigurður Ingi spurði Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra, hvort til greina komi, í ljósi stöðunnar, að hækka tolla á innflutt matvæli frá aðildarríkjum sambandsins til þess að vernda innlenda framleiðslu „Með sama hætti og Evrópusambandið verndar sitt járnblendi,“ sagði Sigurður. Fjármálaráðherra sagði enga vestræna þjóð eiga eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Anton Brink Sigurður Ingi boðaði þingsályktunartillögu Framsóknarmanna, nokkurs konar tollastríð, sem lítur að því að hækka tolla á matvæli en lækka á móti virðisaukaskatt tímabundið til að draga úr verðhækkunum sem gætu fylgt slíkum tollum. Daði Már sagðist ósammála þeirri nálgun. „Varðandi bix með tolla og skatta til að hækka verð og lækka verð, að þá er það „pissa í skóinn“ hagfræði sem ég kann ekki að meta.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira